Innlent

Engan glannaskap

"Við höfum viljað fara varlega í þessum efnum og ekki viljað fara út í neinn glannaskap með Ríkisútvarpið. Ég vil sjá betur hvað eigi að taka við og hvernig það verði útfært áður en RÚV sleppur frá þessum trygga tekjustofni," segir Steingrímur. "Annars er mjög sérkennilegt hvernig að þessu er staðið - að boða þetta allt í einu, hálfkarað í einhverju uppsláttarviðtali í fjölmiðlum. Ég hef viljað trúa því í lengstu lög að ef eitthvað væri mönnum sæmilega heilagt væru það málefni Ríkisútvarpsins og að menn vönduðu sig og reyndu að ná sem mestri samstöðu. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt leið til þess," segir Steingrímur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×