Innlent

Tryggja verður frelsi RÚV

"Það skiptir verulegu máli fyrir eðli Ríkisútvarpsins hvort það sé á fjárlögum eða ekki. Ef RÚV fer á fjárlög er það þar með komið á beinan hátt undir ríkisvaldið og ekki ljóst hvernig tryggja megi að RÚV fái það frelsi sem það þarf," segir Svanfríður. "Það kemur á óvart að ráðherra skýri frá þessum fyrirætlunum á þessum tímapunkti því enn er verið að vinna að undirbúningi frumvarpsins. Það er hins vegar vont að enginn veit hvað er að gerast með smíði frumvarpsins og hverjir það eru sem standa að baki því. Þetta hefur ekki verið rætt í útvarpsráði og er ekki á dagskrá," segir hún. "Menntamálaráðherra ætti hins vegar að hoppa á frumvarp Samfylkingarinnar sem lagt var fram í haust," segir Svanfríður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×