Innlent

Heimild yfirvalda felld niður

Heimild samkeppnisyfirvalda til að bregðast við aðstæðum sem skaða samkeppni er felld niður samkvæmt lagafrumvörpum sem viðskiptaráðherra lagði fram í dag. Samkeppnisyfirvöld fá skýra heimild samkvæmt frumvörpunum sem voru lögð fram í dag, til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Frumvörpin voru til meðferðar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins frá því nóvember og þar til fyrir nokkrum dögum en deilt var um margar þær breytingar sem þau hafa í för með sér. Áður en frumvarpið var lagt fram var síðan gerð sú breyting að heimild samkeppnisyfirvalda í núverandi lögum, til að grípa til aðgerða gegn aðstæðum sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni, er felld niður. Tvær nýjar stofnanir, Samkeppniseftirlitið og Neytendastofa, verða til á grunni Samkeppnisstofnunar og Löggildingarstofu, verði frumvörpin að lögum. Yfir Samkeppniseftirlitinu verður þriggja manna póltiísk stjórn sem Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra skipar. Hún skipar forstjóra og ákveður í meginatriðum hvaða mál eftirlitið tekur til meðferðar. Samkeppnisstofnun getur í dag rannsakað mál að eigin frumkvæði. Valgerður vill ekki meina að þetta skerði sjálfstæði samkeppnisyfirvalda. Þvert á móti auki þetta sjálfstæðið með því að forstjóri Samkeppniseftirlitsins heyri ekki beint undir ráðherra eins og sé í dag.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×