Innlent

Siv réðst að utanríkisráðherra

Siv Friðleifsdóttir réðst að utanríkisráðherra í þinginu í dag vegna ummæla hans um Evrópustefnu Framsóknarflokksins. Víst væri um tímamót að ræða. Hún spurði sig um andrúmsloftið á stjórnarheimilinu; hvaða skilaboð væri verið að senda forsætisráðherra.  Siv þótti ummæli Davíðs Oddssonar um Evrópustetnu Framsóknarflokksins ekki boða gott fyrir stjórnarsamstarfið en Davíð taldi enga stefnubreytingu hafa orðið í evrópumálum framsóknarflokksins og því væri ekki um nein tímamót að ræða. „Víst eru þetta tímamót“ sagði Siv og fannst kveða við nýjan tón hjá formanni Sjálfstæðisflokksins. „Er verið að skammast yfir því að Evrópuályktunin sé of jákvæð eða yfir ræðum forsætisráðherra? Eða er verið undirbúa eitthvert nýtt stjórnarsamstarf hér milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri - grænna - eða hvað er hér á ferðinni?“ spurði Siv. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, steig næstur í pontu og spurði hvort Siv væri að óska eftir stjórnarslitum fyrir hönd Framsóknarflokksins, nýjum kosningum og þá hugsanlega samstarfi við Samfylkinguna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×