Innlent

Áfengisgjald lækkað um 30%

Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram frumvarp um að áfengisgjald á léttvín og bjór verði lækkað um þrjátíu prósent sem myndi þýða mikla lækkun vegna þess hversu áfengisgjaldið vegur þungt í útsöluverði áfengis. Hann segir að rannsóknir sýni að þar sem áfengisgjald sé hátt, en það er hæst í heiminum á Íslandi, sé mikið um ólöglegt áfengi í umferð eins og heimabrugg og smygl. Þá hefur hann það eftir talsmönnum ferðaþjónustunnar að umsvif hennar myndi aukast ef áfengisgjald lækkaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×