Skroll-Íþróttir

Fréttamynd

Páll: Alltaf gaman að vinna úrvalsdeildarlið

"Við lögðum upp með að vera þéttir til baka og reyna samt að skora snemma," sagði Páll Einarsson, þjálfari Þróttar, eftir sigurinn í kvöld. Þróttur vann frábæran sigur, 3-1, gegn Fram í 16-liða úrslitum Valitor-bikar karla í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sveinbjörn: Ætlum okkur alla leið

"Við erum komnir í 8-liða úrslit og þetta gerist vart betra,“ sagði markaskorarinn, Sveinbjörn Jónasson, eftir sigurinn í kvöld. Þróttur slóg Fram útúr Valitor-bikarnum eftir að hafa unnið þá 3-1 á Valbjarnarvelli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Golfskóli Birgis Leifs: Stöðugleiki í púttunum

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur og Íslandsmeistari í golfi, fer hér yfir jafnvægi í púttum og hvernig hægt er að þjálfa upp gott jafnvægi. Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari fer yfir æfingar með Birgi en farið er yfir þessi atriði í þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport.

Golf
Fréttamynd

Strákarnir okkar í sumarfrí með stæl - myndir

Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu á næsta ári með því rassskella Austurríkismenn í Laugardalshöllinni í gær. Strákarnir okkar unnu fimmtán marka sigur og tryggði sér annað sætið í riðlinum.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón: Erum öruggir með okkur í þessari höll

„Það gekk flest upp það sem við lögðum upp með í leiknum í dag,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir 15 marka stórsigur gegn Austurríki og í leiðinni miða á Evrópumótið í Serbíu.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin: Gaman að geta glatt þjóðina í janúar

„Þetta er frábær tilfinning því það er ekkert sjálfgefinn hlutur að komast inn á stórmót,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir að liðið hafði tryggt sér farseðilinn á Evrópumótið í Serbíu árið 2012.

Handbolti
Fréttamynd

Róbert: Alltaf jafn gaman að spila svona leiki

„Tilfinningin breytist aldrei, þetta er alltaf jafn gaman,“ sagði Róbert Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir 15 marka stórsigur gegn Austurríkismönnum í síðasta leik riðilsins.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur: Við slóum varla feilnótu í leiknum

"Liðið spilaði frábærlega á öllum sviðum hér í dag og ég er mjög ánægður með strákana,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir frækinn 15 marka sigur á Austurríkismönnum.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre: Þeir áttu aldrei séns

"Við vorum vel stemmdir fyrir þessum leik,“ sagði Sverre Jakobsson, varnartröll íslenska landsliðsins í handbolta, eftir að liðið hafði tryggt sér farseðilinn á Evrópumótið í Serbíu á næsta ári.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór: 2012 verður stórt ár

„Við erum auðvita alveg himinlifandi,“ sagði Arnór Atlason, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir 15 marka sigur gegn Austurríkismönnum í Laugardalshöll í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Jón Guðni: Ferðaþreytan farin

Jón Guðni Fjóluson segir að spennan sé farin að magnast í leikmannahópi íslenska U-21 landsliðsins en liðið mætir Hvíta-Rússlandi í sínum fyrsta leik á EM í Danmörku á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi: Enginn veikur andstæðingur

"Ég er allur að koma til,“ sagði U-21 landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fyrir æfingu liðsins hér í Álaborg í morgun.„ Ég var frekar slappur á miðvikudaginn en betri í gær og fínn núna. Vonandi verð ég orðinn 100 prósent á morgun."

Fótbolti
Fréttamynd

Tómas Ingi kominn til Danmerkur

Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U-21 liðs Íslands, er kominn til Danmerkur eftir að hafa verið á hliðarlínunni hjá HK, liði sínu í 1. deildinni, í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Eyjólfur: Ekki ákjósanlegt

Eyjólfur Sverrisson var vitanlega ekki ánægður þegar ljóst varð að æfing U-21 landsliðsins í morgun gat ekki farið fram eins og áætlað var.

Fótbolti
Fréttamynd

Pepsimörkin: Gaupahornið - KR útvarpið er engu líkt

Guðjón Guðmundsson brá sér í heimsókn í hið eina sanna KR útvarp þar sem að margir af reyndustu fjölmiðamönnum landsins leggja útvarpinu lið. Í innslaginu sem má sjá í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan er rýnt á bak við tjöldin hjá KR-útvarpinu en þar hafa margir staðið vaktina frá því að útvarpsstöðin var sett á laggirnar fyrir 13 árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Pepsimörkin: Öll mörkin og tilþrifin úr 7. umferð

Þrír leikir fóru fram í sjöundu umferð Pepsideildar karla í gær en umferðinni lýkur þann 30. júní þegar Valur og Keflavík eigast við. Að venju var farið yfir gang mála í leikjunum fimm úr sjöundu umferð í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Magnús Gylfason ræddu um helstu atvikin. Öll mörkin og flottustu tilþrifin voru sýnd í lok þáttarins.

Fótbolti
Fréttamynd

Glæsilegur sigur á Úkraínu

Ísland vann í gær frábæran nítján marka sigur á Úkraínu í forkeppni HM 2011 í Brasilíu. Liðin mætast aftur um næstu helgi en aðeins stórslys getur komið í veg fyrir að Ísland sé nú á leið á sitt annað stórmót í handbolta í röð.

Handbolti