Fótbolti

Myndasyrpa úr leik Hvíta-Rússlands og Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Kolbeinn Sigþórsson komst næst því að skora fyrir íslenska liðið.
Kolbeinn Sigþórsson komst næst því að skora fyrir íslenska liðið. Mynd/Anton
Íslenska U-21 landsliðið tapaði í gær sínum fyrsta leik á Evrópumeistaramótinu í Danmörku, 2-0 fyrir Hvíta-Rússlandi.

Niðurstaðan er vitaskuld mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að Ísland var síst lakari aðilinn í leiknum lengst af. Aron Einar Gunnarsson fékk svo að líta rauða spjaldið þegar hann braut á sóknarmanni Hvít-Rússa inn í teig og víti dæmt.

Hvít-Rússarnir skoruðu örugglega úr því og náðu svo að bæta öðru markinu við áður en leiktíminn rann út. Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Árósum og tók þessar myndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×