Handbolti

Strákarnir okkar í sumarfrí með stæl - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Pjetur
Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu á næsta ári með því rassskella Austurríkismenn í Laugardalshöllinni í gær. Strákarnir okkar unnu fimmtán marka sigur og tryggðu sér annað sætið í riðlinum en auk okkar stráka þá fóru Þjóðverjar einnig í úrslitakeppnina upp úr riðli Íslands.

Ísland þurfti að vinna leikinn til þess að komast til Serbíu en Austurríkismönnum dugði jafntefli. Það var þó fljótlega ljóst að Strákarnir okkar voru í miklu stuði og átti gestirnir úr Ölpunum enga möguleika gegn frábæru íslensku liði sem spilaði flotta vörn, frábæra sókn og fékk háklassa markvörslu frá báðum markvörðum sínum.

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Laugardalshöllinni í gær og náði skemmtilegu myndum sem má sjá hér. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×