Handbolti

Sverre: Þeir áttu aldrei séns

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Við vorum vel stemmdir fyrir þessum leik," sagði Sverre Jakobsson, varnartröll íslenska landsliðsins í handbolta, eftir að liðið hafði tryggt sér farseðilinn á Evrópumótið í Serbíu á næsta ári.

Ísland sigraði Austurríki 44-29 í Laugardalshöllinni í dag og eru því komnir á Evrópumótið í Serbíu á næsta ári.

„Það var bara eitt markmið hjá okkur og við sýndum það inn á vellinum hvort liðið væri betra".

„Það var einhvernvegin allt til staðar hjá okkur hvort sem það var vörn, markvarsla eða sóknarleikurinn".

„Það var allt annað að sjá liðið frá því í Lettlandi og við bara gengum á lagið og Austurríki átti aldrei möguleika í okkur," sagði Sverre.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×