Innlent

Sigríður er ekki hætt í pólitík og styður Árna Pál

Vísir/GVA/Vilhelm
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sem tapaði naumlega í formannskjöri flokksins á landsfundi flokksins um helgina, ætlar að halda áfram í pólitík. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í morgun lýsir hún yfir stuðningi við Árna Pál Árnason formann flokksins.

„Framboð mitt til formanns í Samfylkingunni á landsfundi nú um helgina var svar við kröfum fólks um breyttar og skýrari áherslur Samfylkingarinnar“, segir Sigríður meðal annars.

Hún segir að kosningabaráttan hafi verið „snörp“, en hún hefur verið gagnrýnd nokkuð harkalega af þungaviktarfólki innan Samfylkingarinnar fyrir að tilkynna svo seint um framboð sitt.

„Sitjandi formaður hafði betur og ég er sátt við þá niðurstöðu, styð Árna Pál og tel það styrkja flokkinn að undiralda fái að komast upp á yfirborðið og umbreytast í kraft til að skerpa áherslur jafnaðarstefnunnar og endurmeta stefnumál“, segir hún ennfremur.

Sigríður segir að öllum megi vera ljóst að áhrifa framboðsins gætti þegar daginn eftir, þegar nýtt fólk hafi verið valið til ábyrgðarstarfa innan flokksins, margt af því ungt hugsjónafólk með skýrar áherslur og með samþykktum landsfundar á róttækum ályktunum um lífskjör, umhverfisvernd, mannréttindi og frjálslyndi.

„Landsfundur Samfylkingarinnar varð allt í senn, snarpur, kröftugur og róttækur. Sú heift sem birst hefur vegna framboðs míns er í algjörri andstöðu við þann kraft sem kom fram á landsfundi. Ég kýs að túlka það sem svo að ásakanir áhrifafólks í Samfylkingunni vegna lýðræðislegs framboðs míns hafi verið settar fram í hita leiksins.“ Að lokum segir Sigríður að þau Árni Páll séu einhuga um að nýta kraftinn frá landsfundi til að herða sókn Samfylkingarinnar.

„Samfylkingin hefur á að skipa frábæru fólki á öllum aldri, af öllu landinu, sem ég hlakka til að starfa áfram með að réttlátara samfélagi. Við höfum verk að vinna."


Tengdar fréttir

"Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“

Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar.

Sigríður býður sig fram gegn Árna Páli

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni gegn Árna Páli Árnasyni. Sigríður Ingibjörg staðfesti þetta í samtali við Vísi nú á sjöunda tímanum í kvöld.

Árni Páll hugleiðir úrbætur

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir skýra kröfu um breytingar í áherslum Samfylkingar en styður Árna Pál Árnason, endurkjörinn formann, til góðra verka. Aðeins eitt atkvæði skildi þau að. Árni Páll segir eins atkvæðis mun óþægilegan.

Versta mögulega niðurstaðan

Margt samfylkingarfólk er í sárum eftir formannsslaginn á föstudag. Átakalítill fundur til að brýna fólk til dáða breyttist í átakafund sem skiptist í jafna helminga. Yfirlýsingar hafa hleypt illu blóði í marga.

Árni Páll vann með einu atkvæði

Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu.

Mótframboð kom Árna Páli á óvart

Formaður Samfylkingarinnar í fyrsta sinn kosinn á landsfundi í dag. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom formanninum á óvart.

Sigríður Ingibjörg í formannsframboð

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir býður sig fram gegn sitjandi formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Formannskosningin hefst strax eftir setningarathöfn síðdegis. „Ég á möguleika,“ segir Sigríður.

Sigríður Ingibjörg íhugar að hætta

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segist vera að íhuga stöðu sína í kjölfar harðrar gagnrýni á formannsframboð hennar á landsfundi Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×