Innlent

Aukin skjálfta­virkni og erjur um Erfða­greiningu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12. Vísir

Skjálftavirkni hefur aukist við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta.

Við fjöllum um stöðuna á Reykjanesskaga í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 

Þá greinum við frá vaxandi ágreiningi innan Ísraelsstjórnar og ræðum við Helgu Þórisdóttur, forsetaframbjóðanda og forstjóra Persónuverndar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Helgu hafa farið með rangt mál um erjur fyrirtækisins við stofnunina í kosningaþætti á RÚV á dögunum.

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir flesta landshluta í dag og varasöm skilyrði gætu myndast á vegum. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×