Innlent

Segir ekki við Mýflug að sakast

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Tómas Gíslason, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.
Tómas Gíslason, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Vísir/GVA
Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir ekki við Neyðarlínuna, Mýflug eða Landhelgisgæsluna að sakast þótt veikur maður í Öræfasveit hafi ekki verið fluttur með flugi til Reykjavíkur heldur með sjúkrabíl.

Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður sagði í Fréttablaðinu í gær frá óánægju konu í Öræfasveit sem vildi fá sjúkraflugvél fyrir mann sinn en hefði verið tjáð að vélin væri ekki tiltæk. Þá hefði henni verið sagt að ekki borgaði sig að fá þyrlu og hún látin aka með sárkvalinn manninn til móts við sjúkrabíl.

Tómas Gíslason sendi af þessu tilefni athugasemdir til Silju. Tómas segir að læknir mannsins hafi hringt í Neyðarlínuna í hádeginu 8. janúar og verið „pollrólegur að vega og meta fljótlegustu og einföldustu leiðina til að koma manni úr Öræfasveit í aðgerð í Reykjavík“ en ekki viljað kalla til þyrlu því málið væri ekki svo „akút“ að þess þyrfti.

„Mýflug væri alveg í myndinni en þar sem þeirra vél getur ekki lent í Freysnesi eða á Kirkjubæjarklaustri, þá væri um það að ræða að flytja sjúkling fyrst á Höfn og fá sjúkravél þangað. Um hádegið var Mýflug að lenda á Vopnafirði að taka sjúkling, sem var á leið á Akureyri, og hefði því getað verið á Höfn um tveimur tímum síðar,“ lýsir Tómas stöðunni þennan dag.

„Niðurstaðan er því að fagmenn mátu málið og komust að niðurstöðu, sem var sú að senda sjúklinginn landleiðina, en þó ekki með neinum látum,“ segir Tómas.

Í Fréttablaðinu í gær sagði frá fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, alþingismanns Framsóknarflokks, til heilbrigðisráðherra.
Fram kom í máli Silju í Fréttablaðinu að umræddur maður væri enn á sjúkrahúsi vegna veikinda sinna.

„Það að maðurinn skuli enn vera undir læknishendi í Reykjavík getur bent til þess að mat læknis hans hafi verið rangt, en þarf þó ekki að vera.  Hvergi hefur komið fram að lækning við hans meinum hafi orðið lakari vegna tafa um einhverjar mínútur. En það er að minnsta kosti ekki við Mýflug, Neyðarlínu eða Landhelgisgæslu að sakast í því,“ undirstrikar aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. 


Tengdar fréttir

Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg

Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis.

Þingmaður spyr um öryggi í sjúkraflugi

Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður spyr um athugun á hagkvæmni þess að sjúkraflug fari allt til Landhelgisgæslunnar. Silja segir öll rök hníga að því að það sé öruggast og hagkvæmast. Hún vill upplýsingar um sjúkraflugþjónustu Mýflugs.

Eins og kýrnar á vorin hjá Mýflugi

Menningin meðal starfsmanna Mýflugs virðist vera fremur frjálsleg varðandi flug sem ekki tengist hefðbundnum verkefnum. Framkvæmdastjórinn segir hins vegar starfsumhverfið í besta lagi.

Mýflug taldi tryggingavernd viðunandi

Mat stjórnar Mýflugs var að tryggingavernd félagsins væri viðunandi, þegar stjórn hittist á fundi til að ræða flugslysið á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn að kvöldi slysdagsins og til þess fallin að tryggja að staðið yrði við allar skuldbindingar.

Sparar skattfé og eykur öryggi almennings

Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur bent á ókosti þess að hafa tvískipt sjúkraflug á Íslandi en Gæslan og Mýflug sinna sjúkraflugi. Heilbrigðisráðherra boðar skýrslu um framtíðarstefnu í sjúkrafluginu.

Segja tvöfalt ofris hafa valdið því að flugmenn misstu stjórn

Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar, en þeir voru báðir reynslumiklir og virtir flugmenn.

Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg

Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu.

„Beygjan að brautinni var alltof skörp“

Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig.

Vilja áfram hagstætt samstarf við Mýflug

Sjúkrahúsið á Akureyri og Sjúkratryggingar Íslands vilja framlengja samning við Mýflug um sjúkraflug. Ekki eigi að raska farsælu og hagstæðu samstarfi. Flugsvið Samöngustofu sá ekki ástæðu til ráðstafana vegna Mýflugs eftir Akureyrarslysið.

Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu

Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt

Viðtal: Takast á við bróðurmissinn

Bræðurnir Mikael og Rolf Tryggvasynir sem misstu bróður sinn Pétur Róbert Tryggvason í flugslysinu við Hlíðarfjallsveg takast nú á við bróðurmissinn.

Varasjúkraflugvélar oft ekki til reiðu

Ríkið lækkaði kröfu um ábyrgð fyrir sjúkraflug vegna tveggja varasjúkraflugvéla sem Mýflug á að hafa. Önnur flugvélin er í eigu Norlandair og í verkefnum þar. Ekki er formlegur samningur um afnot Mýflugs af vélinni.

Ostaflutningar töfðu sjúkraflug

Sjúklingur er sagður hafa þurft að bíða í klukkustund á Egilsstöðum eftir sjúkraflugi á vegum Mýflugs en flugvélin tafðist þar sem verið var að flytja hálft tonn af osti fyrir Bónus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×