Enski boltinn

Scholes genginn til liðs við BT Sport

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Scholes hélt sig jafnan frá sviðsljósinu. Nú er öldin önnur.
Scholes hélt sig jafnan frá sviðsljósinu. Nú er öldin önnur. Vísir/Getty
Paul Scholes, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur skrifað undir fjögurra ára samning við BT Sport, en hann gegna starfi álitsgjafa hjá sjónvarpsstöðinni sem hóf að sýna frá enska boltanum á síðasta tímabili.

Scholes fetar þar með í fótspor Gary Neville, vinar síns úr '92 árgangnum svokallaða, sem hefur verið álitsgjafi hjá Sky Sports undanfarin þrjú ár við góðan orðstír. Scholes og Neville, ásamt Ryan Giggs, Phil Neville og Nicky Butt, eru eigendur utandeildarliðsins Salford City.

Fyrsti deildarleikurinn sem Scholes mun fjalla um er opnunarleikur Manchester United og Swansea, sem er jafnframt fyrsti deildarleikur fyrrnefnda liðsins undir stjórn Louis van Gaal.


Tengdar fréttir

Scholes: Knattspyrnan er galin

Paul Scholes segir að kaup Manchester United á Luke Shaw sýni hvað knattspyrnuheimurinn er orðinn "galinn“.

Wilshere fékk góð ráð frá Scholes

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, fékk í vetur góð ráð frá Paul Scholes um hvað hann þyrfti helst að gera til þess að bæta sinn leik.

Gulldrengir Man. Utd keyptu utandeildarfélag

Það var talað um það í dag að '92-árgangurinn hjá Man. Utd myndi kaupa félagið með hjálp fjárfesta. Stór hluti þeirra keypti félag í dag en ekki var það Man. Utd.

Scholes: Rooney á að leika í stöðu framherja

Paul Scholes hefur komið Wayne Rooney, fyrrverandi samherja sínum hjá Manchester United og enska landsliðinu, til varnar eftir tap Englands gegn Ítalíu á HM í Brasilíu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×