Enski boltinn

Finnst De Bruyne betri en Gerrard og Lampard

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kevin De Bruyne fagnar eftir að hafa komið Manchester City á bragðið gegn Brighton.
Kevin De Bruyne fagnar eftir að hafa komið Manchester City á bragðið gegn Brighton. getty/Mike Hewitt

Kevin De Bruyne er besti miðjumaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta segir Jamie Redknapp, álitsgjafi hjá Sky Sports.

De Bruyne skoraði glæsilegt skallamark þegar Manchester City sigraði Brighton á útivelli, 0-4, í ensku úrvalsdeildinni í gær. City er í 2. sæti deildarinnar með 76 stig, einu stigi á eftir toppliði Arsenal en á leik til góða.

Eftir leikinn hrósaði Redknapp De Bruyne í hástert og sagði hann vera besta miðjumann sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni.

„Kevin De Bruyne, við höfum séð frábæra leikmenn eins og [Steven] Gerrard, [Frank] Lampard, David Silva, Yaya Toure, ótrúlega sóknarmiðjumenn, en hann er bestur að mínu mati,“ sagði Redknapp.

„Hann gerir hluti sem er ekki af þessum heimi. Það eru ekki margir sem geta framkvæmt sendingarnar hans. Hann skorar alls konar mörk en ég átti ekki von á að sjá flugskalla. Ég dáist að honum í hvert einasta sinn sem ég sé hann spila.“

De Bruyne missti af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla en hann hefur verið öflugur síðan hann sneri aftur í lið City. Í ensku úrvalsdeildinni hefur Belginn skorað fjögur mörk og lagt upp sex í þrettán leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×