Innlent

Kærir Katrínu Jakobsdóttur fyrir leka á trúnaðarupplýsingum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í kærunni segir Ólafur að Katrín hafi verið í pólitískri aðför að Menntaskólanum Hraðbraut og í persónulegri aðför gegn sér.
Í kærunni segir Ólafur að Katrín hafi verið í pólitískri aðför að Menntaskólanum Hraðbraut og í persónulegri aðför gegn sér.
Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, hefur kært Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, til ríkissaksóknara fyrir að leka trúnaðarupplýsingum úr ráðuneytinu til DV.

Ólafur segir í kærunni að honum sé ekki ljóst hver nákvæmlega lak upplýsingunum en honum þykir sennilegast að það hafi verið Katrín eða aðstoðarmaður hennar, Elías Jón Guðjónsson.

Í kærunni segir Ólafur að Katrín hafi verið í pólitískri aðför að Menntaskólanum Hraðbraut og í persónulegri aðför gegn sér sem hafi byrjað árið 2010. Telur Ólafur að það hafi verið vegna þess að skólinn var einkarekinn og segir hann það ekki samræmast pólitísku viðhorfi Katrínar.

Aðförin hafi meðal annars falist í því að leka trúnaðarupplýsingum í DV til að koma höggi á skólann og skaða orðspor hans sem og orðspor Ólafs.

Í lok kærunnar lýsir Ólafur því hvaða áhrif aðför menntamálaráðherra hafði á skólann. Segir Ólafur að 20 starfsmenn hafi misst vinnuna, 210 nemendur hafi misst vinnustað sinn og að skólinn og eigendur hans hafi orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni.


Tengdar fréttir

Engin Hraðbraut

Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið.

Kennsla í Hraðbraut hefst í haust

Í tilkynningu frá skólastjóra segir að menntamálaráðuneytið hafi veitt skólanum skriflega viðurkenningu til kennslu til stúdentsprófs.

Óeðlilegar lánveitingar Hraðbrautar

Í nýrri greinargerð Ríkisendurskoðunar kemur fram að á tímabilinu 2003-2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun telur að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Þá kemur fram að lán skólans til aðila tengdra eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009. Að mati Ríkisendurskoðunar eru þessar lánveitingar óeðlilegar enda tengjast þær ekki rekstri skólans. Stofnunin telur óvíst að fjárhagslegar forsendur séu fyrir áframhaldandi rekstri hans.

Ætla ekki að endurnýja samstarfið við Hraðbraut

Samstarfssamningur ríkisins við menntaskólann Hraðbaut verður ekki framlengdur en skólinn hefur sætt gagnrýni fyrir sérkennilega meðferð opinbers fjár sem rann til skólans. Þannig gerði ríkisendurskoðun úttekt á skólanum en niðurstaða hennar var áfellisdómur fyrir stjórnendur skólans.

Greiddu sér 177 milljónir í arð

Stjórnendur og eigendur Hraðbrautar greiddu sér 177 milljónir í arð úr skólanum og félögum tengdum honum. Skólinn er nú rekinn með tapi og rekststarforsendur hans sagðar hæpnar.

Óvenju lágt hlutfall í launakostnað hjá Hraðbraut

Aðeins 37% af rekstrarútgjöldum menntaskólans Hraðbrautar eru laun. Í framhaldsskólum á vegum ríkisins er hlutfall launakostnaðar að jafnaði tvöfalt hærra eða um 75%. Þetta kemur fram í skýrslu menntamálanefndar um Hraðbraut en í henni eru stjórnendur skólans harðlega gangrýndir fyrir meðferð sína á opinberum fjármunum.

Hraðbraut leggst af árið 2012 - skólastjórinn brúar bilið þangað til

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Menntaskólinn Hraðbraut hafa framlengt þjónustusamning skólans við ríkið fram til útskriftar núverandi nemenda á fyrra ári. Þetta var tilkynnt á sameiginlegum fundi nemenda og starfsfólks nú síðdegis en tilkynning þess eðlis var birt á heimasíðu skólans í dag.

Skólastjóri Hraðbrautar segir eftirlit hafa skort

Ólafur H. Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbraut, tekur undir með Ríkisendurskoðun um að lánveitingar skólans til starfsemi sem tengdist ekki skólanum á nokkurn hátt „geti ekki talist æskileg." Í greinargerð Ríkisendurskoðunar eru lánveitingar Hraðbrautar harðlega gagnrýndar. Ólafur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmir lánin einnig: „Þessi lánastarfsemi var birtingarmynd hugsunarháttar og hugmynda sem voru áberandi í samfélaginu og heyrir sögunni til."

Hraðbraut: Segist skulda ríkinu 120 milljónir en ekki 192

Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, hefur dregið þá upphæð sem Ríkisendurskoðun segir að skólin hefi fengið ofgreitt, í efa. Ríkisendurskoðun segir upphæðina 192 milljónir en Ólafur segir að hún sé nær 120 milljónum.

Nemendur Hraðbrautar fá skólagjöldin endurgreidd

Ekki verður af því að menntaskólinn Hraðbraut hefji aftur starfsemi. Eigandi skólans segir of fáa nemendur hafa greitt skólagjöldin til að skólinn geti staðið undir sér.

Ríkisendurskoðun fer yfir alla samningana

Ríkisendurskoðun hefur kallað eftir öllum skuldbindandi samningum ráðuneytanna til endurskoðunar. Er þar miðað við alla núgildandi samninga sem útlistaðir eru í fjárlagafrumvarpinu 2011 en eru þeir 141 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×