Innlent

Hljóðið í kennurum mjög þungt

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Viðbúið hafi verið að verkfallið myndi dragast á langinn. En það sem hafi gerst í samningaviðræðunum á mánudag hafi gefið byr um að viðræðurnar myndu þokast eitthvað meira áfram en síðan hefur gerst.
Viðbúið hafi verið að verkfallið myndi dragast á langinn. En það sem hafi gerst í samningaviðræðunum á mánudag hafi gefið byr um að viðræðurnar myndu þokast eitthvað meira áfram en síðan hefur gerst. VÍSIR/VILHELM
„Þetta gekk ekkert sérstaklega vel í gær,“ segir Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, um samningaviðræður félags framhaldsskólakennara og félag stjórnenda í framhaldsskólum við samninganefnd ríkisins vegna verkfalls framhaldsskólakennara.

„Við erum orðin svolítið hissa á því hvað ríkisvaldið sýnir mikinn tómleika yfir þessu ástandi,“ segir Ólafur. Nú er að líða önnur vika verkfalls og lítið er að gerast að sögn hans. „Þetta er ekki nógu gott.“

Hann segir hljóðið í kennurum mjög þungt.

Viðbúið hafi verið að verkfallið myndi dragast á langinn. En það sem hafi gerst í samningaviðræðunum á mánudag hafi gefið byr um að viðræðurnar myndu þokast eitthvað meira áfram en síðan hefur gerst.

Fundur samningaaðila hefst klukkan 10. „Kannski gerist eitthvað í dag,“ segir Ólafur.


Tengdar fréttir

Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls

Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust.

Mjög alvarlega staða sögð vera í viðræðum við kennara

Afar þungt hljóð er í samninganefndum framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarar undrast hve lengi tekur að semja og segja ábyrgðina liggja hjá ríkinu. Skoða á tilboð ríkisins ofan í kjölinn á fundi klukkan tíu í dag.

Fórnarkostnaður framhaldsskólakennara

Fyrir 6 árum tilheyrði ég hinni dæmigerðu íslensku millistétt: átti fasteign, nýjan bíl og lifði tiltölulega fjárhagslega áhyggjulausu lífi. Síðan tók ég þá örlagaríku ákvörðun að gerast kennari.

Hafa ekki enn náð samkomulagi

Ekki náðist samkomulag í kjaradeilu framhaldsskólakennara í dag en fundur samningarnefndar lauk nú fyrir stundu.

Langt í land hjá kennurum

Framhaldsskólakennarar og samninganefnd ríkisins funduðu fram á sjöunda tímann í gær án árangurs.

Kjaradeila kennara enn óleyst

Fjórði dagur verkfalls framhaldsskólakennara er í dag og lauk fundi samninganefndar ríkisins og Félagsfundi framhaldsskólakennara um kvöldmatarleyti í kvöld, aftur án niðurstöðu.

„Þessir nemendur sofa ekki út eða djamma á kvöldin“

Alvarlegt ástand hefur skapast á heimilum fatlaðra framhaldsskólanema vegna verkfalls framhaldsskólakennara. Móðir fatlaðs drengs segir líf hans hafa raskast á alla mögulega vegu eftir að verkfallið hófst.

Stöðvaði verkfallsbrot í MR

Meiri bjartsýni ríkir um að það takist að binda enda á verkfall framhaldsskólakennara sem hefur staðið í viku. Tilkynnt var um verkfallsbrot í Menntaskólanum í Reykjavík í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×