Fleiri fréttir

Mikki Mús veitir íslenskum miðlum harða samkeppni

43,1% íslenskra heimila er með áskrift að streymisveitunni Disney+ og hefur fjöldinn hátt í tvöfaldast á einu ári. Þetta sýna nýjar niðurstöður Maskínu sem rýndi í áhorfsvenjur Íslendinga. Í fyrra sögðu 24,0% svarenda að einhver á heimilinu væri með aðgang að Disney+.

Fjögur ráðin til Branden­burg

Þorleifur Gunnar Gíslason, Dana Rún Hákonardóttir, Sóley Lee Tómasdóttir og Hildur Hafsteinsdóttir hafa öll verið ráðin til starfa hjá hönnunar- og auglýsingastofunni Brandenburg.

Verðbólga eykst í 6,2 prósent

Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 

Góði hirðirinn flytur í Kassa­gerðina

Góði hirðirinn mun flytja úr Fellsmúla og í gömlu Kassagerðina við Köllunarklettsveg 1 í Reykjavík. Stefnt er að flutningum þann 1. janúar á næsta ári.

Play bætir við áfangastað í Norður-Ameríku

Íslenska flugfélagið Play hefur opnað fyrir miðasölu á flugi til Orlando í Bandaríkjunum. Fyrsta flug félagsins til Orlando verður 30. september næstkomandi en þangað verður flogið þrisvar í viku.

Nær aldrei bæst við fleiri í­búðir en í fyrra

Mikill fjöldi íbúða bættist við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins í fyrra og fjölgar íbúðum í byggingu, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Þó er óvist hvort framboðsaukningin sé næg miðað við núverandi aðstæður þar sem eftirspurn er mikil.

Ekki allt sem sýnist varðandi hækkun elds­neytis­verðs

Eldsneytisverð hefur hækkað umtalsvert síðustu misseri samhliða hækkunum á erlendum olíumörkuðum. Þrátt fyrir að greint hafi verið frá því að verð á bensíni og dísilolíu hafi aldrei verið hærra í krónum talið hér á landi segir það þó ekki alla söguna.

Arion banki hækkar óverðtryggða vexti

Arion banki hefur tekið ákvörðun um að hækka óverðtryggða breytilega íbúðalánavexti um 0,50 prósentustig og verða þeir 4,79%. Óverðtryggðir fastir íbúðalánavextir til þriggja ára hækka um 0,45 prósentustig og verða 5,69%.

Baader kaupir restina af hlut­fé Skagans 3X

Þýska fyrirtækið Baader hefur samið um kaup á 40 prósent hlutafjár í hátæknifyrirtækinu Skaganum 3X. Árið 2020 keypti Baader 60 prósent hlutafjár í fyrirtækinu.

Kristín Björg frá Torgi til Orkunnar

Kristín Björg Árnadóttir hefur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkunnar. Hún starfaði síðast sem fjármálastjóri hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla.

Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns

Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari.

Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð

Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag.

Elín Pálmadóttir nýr sviðsstjóri hjá PwC

Elín Pálmadóttir hefur tekið við sem sviðstjóri bókhalds og launa hjá PwC en sviðið aðstoðar fyrirtæki og rekstraraðila með bókhald, laun, ársreikninga og framtalsskil.

Guðjón nýr forstöðumaður hjá Isavia

Guðjón Leifsson hefur verið ráðinn forstöðumaður á þjónustu og rekstrarsviði Isavia. Framkvæmdastjóri sviðsins segir stór verkefni bíða eftir niðursveiflu í kjölfar faralursins. 

„Það eru stóru fyrir­tækin sem ráða för“

Formaður Atvinnufjelagsins, hagsmunasamtaka smærri fyrirtækja, segir mikilvægast við kjarasamninga að atvinnurekendur og launþegar skilji þá. Breyta verði nálgun við gerð kjarsamninga enda bera smærri fyrirtæki hlutfallslega hærri byrði en þau sem stærri eru.

Pollapönkarar kaupa hlut í elstu hljóð­færa­versluninni

Þeir Arnar Gíslason og Guðni Finnson hafa keypt sig inn í rekstur Hljóðfærahússins. Þeir vinna saman í versluninni auk þess að standa vaktina í hljómsveitum á borð við Pollapönk, Dr. Mugison, Dr. Spock, Jónas Sig og Ensími svo eitthvað sé nefnt.

Skipulagsbreytingar hjá Landsvirkjun á sviði sölu og þjónustu

Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Landsvirkjun í hópi stjórnenda á sviði sölu og þjónustu hjá fyrirtækinu en nýir forstöðumenn hafa verið ráðnir. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið er um að ræða forstöðumenn viðskiptastýringar, viðskiptagreinar og þróun markaða, og viðskiptaþjónustu.

Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní

Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn.

Sýn hagnaðist um tvo milljarða á seinasta ári

Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hf. hagnaðist um 2,10 milljarða króna á seinasta ári samanborið við 405 milljóna króna tap árið 2020. Innifalið í hagnaði ársins 2021 er hagnaður af sölu óvirkra innviða en bókfærður söluhagnaður að frádregnum kostnaði við söluna var 2,55 milljarðar króna.

Geim­gagna­vinnsla hefst á Blöndu­ósi

Borealis Data Center og ítalska fyrirtækið Leaf Space hafa gert samning sem felst í hýsingu og rekstri á búnaði fyrir gervitunglafjarskipti. Gervihnattastöðin er staðsett við gagnaver Boeralis á Blönduósi. Forstjóri Borealis segir ánægjulegt að geimgagnavinnsla sé að hefjast á Blönduósi.

Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið

Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast.

Óveidd loðna Norðmanna gæti jafnað skertan kvóta

Íslensku loðnuskipin voru í dag búin að veiða helming útgefins kvóta og er áætlað útflutningsverðmæti þegar komið í 22 milljarða króna. Stefnir í að vonir um góða loðnuvertíð muni rætast.

Stefna á öðruvísi bankasölu en síðast

Íslenska ríkið verður að öllum líkindum ekki lengur meirihlutaeigandi í Íslandsbanka eftir útboð sem stefnt er að í næsta mánuði. Útboðið verður fyrir fagfjárfesta en ekki almenning eins og síðast.

Fimm hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2022

Fimm einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2022 við hátíðlega athöfn á Grand hóteli í dag. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum en þetta er í þrettánda sinn sem þau eru afhent. 

Atli Sigurjónsson til Williams & Halls

Atli Sigurjónsson lyfjafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu og viðskiptaþróunar hjá íslenska lyfjafyrirtækinu Williams & Halls ehf.

Hátt í 40.000 rósir fluttar inn í febrúar

Febrúar er stærsti blómasölumánuður ársins hér á Íslandi en íslenskir blómabændur ná ekki að anna eftirspurn og þarf því að flytja inn á milli 30 til 35 þúsund rósir í febrúarmánuði ár hvert. 

Létu skort á öldruðum sauð­fjár­bændum ekki á sig fá

Fólkið á bak við TVÍK, tæknivædda íslenskukennarann, vill umbylta tungumálakennslu og hjálpa fleirum að þora að tala íslensku. Teymið skipar Gamithra Marga, Safa Jemai og Atli Jasonarson en þau unnu nýverið nýsköpunarkeppnina Gulleggið.

Krónan fellir grímuna

Verslunarkeðjan Krónan mun frá og með morgundeginum ekki gera kröfu um að viðskiptavinir beri andlitsgrímur, líkt og flestar verslanir hafa að undanförnu gert vegna kórónuveirufaraldursins.

Ríkið sýknað af milljarða kröfu matarinnflytjenda

Íslenska ríkið var í dag sýknað í Landsrétti af kröfu fimm matarinnflytjenda sem kröfðust samanlagt rúmlega 1,7 milljarða króna í bætur frá íslenska ríkinu. Töldu forsvarsmenn fyrirtækjanna að íslenska ríkið hefði lagt tolla á innflutt matvæli með ólögmætum hætti. Um er að ræða Haga, Innnes, Sælkeradreifingu, Festi og Banana.

Reykjavíkurborg styrkir Hringiðu um rúmar tíu milljónir

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups undirrituðu í morgun samstarfssamning sem miðar að því að efla frumkvöðlastarfsemi sem byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins.

Hollendingar aftur byrjaðir að spóka sig á Akureyri

Flugvél á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli í morgun. Vélin kom frá Amsterdam en um er að ræða fyrstu ferð vetrarins. Leiguflug ferðaskrifstofunnar milli höfuðborgar Hollands og Akureyrar hefur legið niðri frá því að heimsfaraldurinn skall á.

At­vinnu­leysi jókst í 5,2 prósent í janúar

Skráð atvinnuleysi var 5,2% í janúar og jókst úr 4,9% í desember. Fjölgaði atvinnulausum að meðaltali um 258 frá desembermánuði. Aukningin er í samræmi við spá Vinnumálastofnunar sem gerði ráð fyrir lítils háttar aukningu milli mánaða.

Sam­keppnis­hæfari eftir sam­eininguna

Fagverk verktakar, Malbik og völtun, og Malbikstöðin hafa sameinast undir merkjum Malbikunarstöðvarinnar en þau eru öll í eigu Vilhjálms Þórs Matthíassonar. Sameiningin er sögð liður í uppbyggingu fyrirtækins og aukningu markaðshlutdeildar á malbiksmarkaðnum.

Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku

Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni.

Sjá næstu 50 fréttir