Viðskipti innlent

Ásthildur Bára nýr markaðsstjóri SalesCloud

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ásthildur Bára Jensdóttir nýr markaðsstjóri SalesCloud.
Ásthildur Bára Jensdóttir nýr markaðsstjóri SalesCloud. Aðsend

Ásthildur Bára Jensdóttir hefur verið ráðin markaðsstjori fjártæknifyrirtækisins SalesCloud. 

Ásthildur hefur mikla reynslu af markaðs- og viðburðarmálum og hefur til að mynda unnið fyrir veitingastaðina Sushi Social, Sæta svínið, Tapas barinn, Fjallkonuna og Apótekið. Þá sá hún einnig um rekstur skemmtistaðarins Bankastræti club og hefur verið markaðsráðgjafi staðarins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SalesCloud. Þar er haft eftir Ásthildi að ráðningin sé ögrandi tækifæri til að taka þátt í þeim uppvexti sem sé að eiga sér stða og komi til með að aukast á næstu árum. Hún segist lengi hafa fylgst með fyrirtækinu og nýtt sér lausnir þess, bæði sem viðskiptavinur og neytandi. 

Fram kemur í tilkynningunni að SalesCloud tryggði sér fyrr í mánuðinum yfir 500 milljóna króna fjármögnun frá SaltPay og hópi íslenskra fjárfesta. Fyrirtækið bjóði upp á lausnir sem auðveldi litlum og meðalstórum fyrirtækjum að auka sölu í verslunum og á netinu með öflugu sölukerfi í skýinu, sem hafi innbyggðar lausnir á borð við kassakerfi bókanir og sjálfsafgreiðslu. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×