Viðskipti innlent

Krónan fellir grímuna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Krónan gerir ekki lengur þá kröfu að viðskiptavinir beri grímu inni í verslun.
Krónan gerir ekki lengur þá kröfu að viðskiptavinir beri grímu inni í verslun. Vísir/Vilhelm

Verslunarkeðjan Krónan mun frá og með morgundeginum ekki gera kröfu um að viðskiptavinir beri andlitsgrímur, líkt og flestar verslanir hafa að undanförnu gert vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Krónunnar. Þar segir að áfram verði lögð áhersla á annars konar sóttvarnir í verslunum Krónunnar, til að mynda aukin þrif og notkun spritts á milli afgreiðslna.

Í september á síðasta ári steig Krónan þetta sama skref og setti viðskiptavinum sínum það í sjálfsvald hvort þeir bæru grímu á meðan þeir versluðu eða ekki. Það var áður en hið bráðsmitandi ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar leit dagsins ljós, með tilheyrandi herðingum á samkomutakmörkunum.


Tengdar fréttir

Krónan af­nemur grímu­skyldu

Krónan mun afnema grímuskyldu í verslunum sínum á morgun, 1. september. Telja forsvarsmenn keðjunnar að viðskiptavinum og starfsfólki sé nú treystandi til að meta sjálft hvort þörf sé á grímu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×