Viðskipti innlent

Kristín Hildur hjá Fortuna Invest til Ís­lands­banka

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín Hildur Ragnarsdóttir.
Kristín Hildur Ragnarsdóttir. Vísir/Vilhelm

Kristín Hildur Ragnarsdóttir, eina af meðlimum Fortuna Invest, hefur verið ráðin til starfa hjá Íslandsbanka og þar sem hún mun leiða vöruþróun fyrir ungt fólk og fjárfestingar.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýtt starf á Einstaklingsviði bankans.

„Kristín Hildur hefur starfað á sviði Viðskiptalausna hjá Deloitte frá árinu 2018, en áður starfaði hún í fjárstýringu hjá Eimskip. Hún hefur lokið BSc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og stundar nú MSc nám í fjármálahagfræði við sama skóla.

Þá er Kristín Hildur ein af meðlimum Fortuna Invest, sem er fræðsluvettvangur myndaður af hópi kvenna sem hafa lagt áherslu á fjölbreytileika á fjármálamarkaði með fræðslu. Hún er jafnframt ein höfunda bókarinnar Fjárfestingar sem kom út árið 2021, sem fjallar um fjármál og fjárfestingar fyrir byrjendur og lengra komna.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×