Viðskipti innlent

Fjögur ráðin til Branden­burg

Atli Ísleifsson skrifar
Hildur Hafsteinsdóttir, Þorleifur Gunnar Gíslason, Dana Rún Hákonardóttir og Sóley Lee Tómasdóttir.
Hildur Hafsteinsdóttir, Þorleifur Gunnar Gíslason, Dana Rún Hákonardóttir og Sóley Lee Tómasdóttir. aðsend

Þorleifur Gunnar Gíslason, Dana Rún Hákonardóttir, Sóley Lee Tómasdóttir og Hildur Hafsteinsdóttir hafa öll verið ráðin til starfa hjá hönnunar- og auglýsingastofunni Brandenburg.

Í tilkynningu segir að Þorleifur Gunnar taki við stöðu hönnunarstjóra (e. Design director), Dana Rún stöðu viðskiptastjóra, Sóley stöðu grafísks hönnuðar og Hildur stöðu textasmiðs og prófarkalesara.

„Þorleifur Gunnar hefur víðtæka reynslu sem hönnuður og listrænn stjórnandi. Hann lauk námi í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og starfaði síðar hjá hönnunarstofunum Aton.JL og Genki Studios. Þá situr Þorleifur í stjórn Félags íslenskra teiknara og í dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands. Þorleifur hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, bæði hér á landi og erlendis.

Dana Rún lauk BA-námi í Music and Media Management frá London Metropolitan University og MS-prófi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt markaðsmálum hjá fjölda íslenskra og alþjóðlegra fyrirtækja. Dana starfaði sem markaðssérfræðingur hjá Símanum, við viðskiptaþróun og verkefnastjórn hjá Plain Vanilla og við umsjón á Iceland Airwaves.

Sóley Lee Tómasdóttir er grafískur hönnuður og útskrifaðist frá Listaháskólanum 2020. Áður en Sóley gekk til liðs við Brandenburg starfaði hún hjá Ketchup Creative við hönnun og hugmyndavinnu. Sóley hefur einnig tekið þátt í ýmsum sýningum á grafískum verkum sínum á Íslandi og erlendis.

Hildur Hafsteinsdóttir er með BA-próf í almennum málvísindum og MA-próf í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði sem rannsakandi og verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands og síðar sem verkefnastjóri máltækniverkefna hjá Stofnun Árna Magnússonar. Þá hefur Hildur starfað við prófarkalestur hjá Landsrétti,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×