Viðskipti innlent

Kristín Björg frá Torgi til Orkunnar

Eiður Þór Árnason skrifar
Kristín Björg Árnadóttir hefur þegar hafið störf hjá Orkunni.
Kristín Björg Árnadóttir hefur þegar hafið störf hjá Orkunni. Samsett

Kristín Björg Árnadóttir hefur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkunnar. Hún starfaði síðast sem fjármálastjóri hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla.

Þar áður starfaði Kristín hjá Skaganum 3X sem fjárhagsstjóri og svo á fjármálasviði endurskoðunarfélagsins Deloitte. Þá hefur Kristín setið í stjórn ýmissa félaga og fyrirtækja.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni en Kristín Björg útskrifaðist sem markaðshagfræðingur árið 2004 frá Vitus Bering í Danmörku.

„Það er mikill fengur í að fá reynslumikla manneskju eins og Kristínu inn í stjórnendahóp Orkunnar og þau spennandi verkefni sem þar eru framundan,“ segir Ólafur Þór Jóhannesson, starfandi forstjóri Orkunnar.

Orkan rekur fjölorkustöðvar og verslanir undir merkjum Orkunnar, verslanir 10-11 og Extra. Auk þess tilheyra Löður, Lyfsalinn og Gló samstæðu Orkunnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×