Fleiri fréttir

Framleiðendur verða að vera á tánum

Matvælaframleiðendur eru farnir að gera sér grein fyrir því að þeir verða að fjárfesta í aukinni sjálfvirknivæðingu til þess að dragast ekki aftur úr, segir framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marels.

Vaxtagreiðslur í sögulegu lágmarki

Vaxtagreiðslur af fasteignalánum sem hlutfall af launum, hlunnindum, lífeyri, tryggingabótum og öðrum tekjum sem ekki teljast til fjármagnstekna vega nú minna en nokkurn tímann síðan 1992.

Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir

Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður.

Heimilt að hækka hlutafé WOW air um helming

Samþykkt var á hluthafafundi WOW air í síðustu viku að heimila stjórn flugfélagsins að hækka hlutafé þess um allt að helming til þess að mæta útgáfu áskriftarréttinda að hlutum í félaginu.

Selja í Sýn og kaupa í Högum

Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna.

Tíu ár frá hruni: Áróður og hjarðhugsun í Icesave-málinu

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir að margvíslega lærdóma megi draga af Icesave-málinu. Umræða um málið hafi einkennst af hjarðhugsun bæði á vettvangi stjórnmála og fræðasamfélagsins. Hann segir að mikilvægasti lærdómurinn sé að treysta eigi þjóðinni fyrir stórum og erfiðum málum.

Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air

Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag.

Tíu sagt upp hjá WOW air

WOW tilkynnti í gær um frekari hagræðingaraðgerðir en hætt verður að fljúga tímabundið til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco.

Toyota innkallar tvo bíla

Toyota á Íslandi þarf að innkalla tvær Toyota Avensis bifreiðar af árgerðinni 2006.

Tíu ár frá hruni: Þjóðnýtingin á Glitni sem aldrei varð að veruleika

Á þessum degi fyrir sléttum tíu árum var tilkynnt um kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni banka fyrir 84 milljarða króna. Af kaupunum varð þó aldrei og Glitnir rétt eins og hinir stóru bankarnir var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu og fór í kjölfarið í slitameðferð.

Tíu ár frá hruni: Lánuðu öllum Norðurlandaþjóðunum nema Íslandi

Í aðdraganda hrunsins 2008 leitaði Seðlabanki Íslands eftir aðstoð frá Seðlabanka Bandaríkjanna til að styrkja gjaldeyrisforða íslenska ríkisins í þeim ólgusjó sem var framundan en var ítrekað neitað. Á sama tíma fengu seðlabankar allra hinna Norðurlandanna slík lán.

LEX kaupir GH Sigurgeirsson

Fyrirtækið mun fá nafnið GH Sigurgeirsson Intellectual Property og verður rekið sem sjálfstætt dótturfyrirtæki LEX.

Uppsögnin hjá Arion nauðsynleg og frábær

Framkvæmdastjóri Karolina fund telur ólíklegt að hópfjármögnunarsíðan hefði litið dagsins ljós ef ekki hefði verið fyrir stuðning stjórnvalda sem hann þáði á árunum eftir hrun bankakerfisins.

Rétti reksturinn við eftir tapár

Nordic Visitor náði skjótum viðsnúningi á rekstrinum eftir tap á síðasta ári. Eigandinn segir það hafa verið komið í of mörg verkefni með of lága framlegð. Þörf sé á samþjöppun og hagræðingu í ferðaþjónustunni.

ÍV missir 15 milljarða úr stýringu til Kviku

Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur fært allar eignir sem hann var með í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum yfir til Kviku. Sjóðurinn er hluthafi í báðum fjármálafyrirtækjunum. Eignastýring Kviku stækkað mjög síðustu misseri.

Vildi rannsaka sölu Arion í Bakkavör

Meirihluti stjórnar Arion banka hafnaði tillögu fulltrúa Bankasýslu ríkisins um að sala bankans á hlut sínum í Bakkavör yrði rannsökuð. Tillaga þáverandi varaformanns stjórnar bankans svipaðs efnis var einnig felld. Bankasýslan segir sömu spurningar hafa vaknað við söluna og í Borgunarmálinu.

Sjá næstu 50 fréttir