Viðskipti innlent

SA: Húsnæðiskostnaður ekki hærri hér en á Norðurlöndum

Birgir Olgeirsson skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Samtök atvinnulífsins vilja meina að húsnæðiskostnaður leggist ekki þyngra á Íslendinga en aðrar Norðurlandaþjóðir. Greina samtökin frá þessu á vef sínum og byggja það að greiningu sinni en þar er bent á að húsnæðisverð hafi hækkað um 57 prósent umfram verðlag frá árinu 2010 en aðeins um ellefu prósent að teknu tilliti til launaþróunar yfir sama tímabil.

„Það er kjarni málsins,“ segir í grein Samtaka atvinnulífsins.

Á það er bent að húsnæðislánavextir hafi lækkað samhliða hækkunar húsnæðisverðs. Þá hafi laun hækkað verulega og kaupmáttur aukist margfalt á við það sem gengur og gerist í samanburðarlöndum.

Vilja samtökin meina að Íslendingar standi vel í alþjóðlegum samanburði og byrði húsnæðiskostnaðar sé ekki meiri á Íslandi en á Norðurlöndunum sé litið til hlutfalls af ráðstöfunartekjunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×