Viðskipti innlent

Flugfargjöld lækkuðu um fjórðung milli mánaða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svo virðist sem ódýrara sé að fljúga til útlanda í september en í ágúst.
Svo virðist sem ódýrara sé að fljúga til útlanda í september en í ágúst. Vísir/Vilhelm
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september 2018 hækkar um 0,24% frá fyrri mánuði. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 25,3% milli mánaða, að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar.

Þá eru sumarútsölur að mestu gengnar til baka en verð á fötum og skóm hækkaði um 8,7% frá því í ágúst 2018. Verð á mat hækkaði um 1,3%.

Vísitalan án húsnæðis hækkar í heild um 0,26% frá ágúst 2018. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 1,8%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×