Fleiri fréttir

Banna notkun hitara hjá Cozy Campers

Vinnueftirlitið hefur bannað fyrirtækinu Cozy Campers að markaðssetja og notast við hitunarbúnað af gerðinni Air 2KW Parking Heater í ferðabílum með svefnaðstöðu sem að fyrirtækið leigir út.

Hafði fullan hug á því að starfa áfram hjá HB Granda

Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem vikið var úr starfi forstjóra HB Granda á fimmtudaginn í síðustu viku, segist í yfirlýsingu á vefsíðu félagsins ekki ætla að tjá sig um forstjóraskiptin og starfslok sín en tekur þó fram að hann hafi haft fullan hug á því að starfa áfram hjá HB Granda.

Stefnir forstjóra Hvals fyrir Félagsdóm

Verkalýðsfélag Akraness undirbýr nú stefnu á hendur Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf. fyrir að meina starfsmönnum Hvals að vera meðlimir í verkalýðsfélaginu.

Neituðu sök í Icelandair-málinu

Mennirnir voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti en talið er að þeir hafi notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum.

Telur „vandkvæðalítið“ að selja Dæluna

N1 leggur til að vörumerkið Dælan og þrjár eldsneytisstöðvar verði seldar til þess að sefa áhyggjur Samkeppniseftirlitsins. Olíufélagið skuldbindur sig auk þess til þess að auka aðgengi að birgðarými hjá Olíudreifingu.

Oculis metið á fimm milljarða króna

Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, var metið á 4,7 milljarða króna í bókum vaxtarsjóðsins Brunns við árslok 2017.

Breyta rusli í gull

Um 30 prósent tekna Íslenska gámafélagsins koma að utan eða rúmlega milljarður miðað við síðasta ár. Tekjur fyrirtækisins hafa vaxið um 11 prósent á ári að meðaltali frá árinu 2012 og reiknar stjórnarformaður fyrirtækisins með að vöxturinn muni halda áfram.

Nálægt því að eignast Marks & Spencer

Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan.

Studdu ekki brottrekstur forstjórans

Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti.

Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð

Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna.

Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit

Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni.

Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent.

Bautinn seldur

Hjónin Guðmundur Karl Tryggvason og Helga Árnadóttir hafa selt veitingahúsið Bautann á Akureyri.

Stefán Ólafsson ráðinn til Eflingar

Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá stéttarfélaginu Eflingu.

Fjögurra milljóna dollara leikur gegn Króatíu

Takist íslenska landsliðinu að tryggja sig upp úr D-riðli Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Rússlandi með hagstæðum úrslitum gegn Króötum á morgun tryggja Strákarnir okkar KSÍ minnst fjóra milljón dollara í viðbót við það verðlaunafé sem þegar hefur verið eyrnamerkt sambandinu

Arnór hefur aldrei misst trú á peningastefnunni

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, sem lætur af embætti næstkomandi föstudag, segist aldrei hafa misst trúna á peningastefnu með verðbólgumarkmiði þótt hann hafi rætt opinskátt um kosti þess að fara í myntsamstarf á árunum eftir banka- og gjaldeyrishrunið.

Borga 8 milljarða króna fyrir að fá að baða sig í Bláa lóninu

Tekjur Bláa lónsins af aðgangseyri í lónið jukust um 41 prósent í fyrra og námu næstum átta milljörðum króna. Hluthafar fá greidda tvo milljarða í arð. Forstjórinn segir ekki útilokað að farið verði að huga betur að skráningu fyrirtækisins á markað, jafnvel erlendis.

Keahótel kaupir Hótel Kötlu

Keahótel ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal en hótelið verður áfram rekið undir sama nafni og mun reksturinn að mestu leyti haldast óbreyttur.

Skellt í lás á leikdegi

Búast má við snemmbúnum lokuðum hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum vegna leiks Íslands og Nígeríu í dag. En hvar verður skellt í lás fyrir klukkan 15?

Lending hagkerfisins verður mjúk eftir öran vöxt

Greiningaraðilar spá mjúkri lendingu hagkerfisins eftir öran vöxt síðustu ára. Hrein erlend staða þjóðarbúsins er jákvæð og Ísland er því lánveitandi til útlanda í fyrsta skipti í langan tíma. Þjóðhagslegur sparnaður er hár og gjaldeyrisforði Seðlabankans er töluvert stærri en fyrir efnahagshrun. Þá er skuldastaða heimilanna mun betri en áður.

Skila sér hraðar í aukinni verðbólgu

Nefnd um ramma peningastefnunnar segir að vegna mæliaðferðar Hagstofunnar hafi snögg verðhækkun á húsnæði leitt til skammtímasveiflna í verðbólgu. Sveiflur á húsnæðisverði skili sér hraðar út í húsnæðisliðinn en sams konar sveiflur í Kanada og Svíþjóð.

Lykilstjórnendur verða áfram hjá GAMMA

Kvika hyggst kaupa GAMMA fyrir allt að 3,7 milljarða króna. Hluthafar GAMMA munu eignast þriggja til níu prósenta hlut í fjárfestingarbankanum. Óhjákvæmilegur hluti af kaupunum verður að hagræða í rekstri GAMMA.

RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli

Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum.

Sjá næstu 50 fréttir