Viðskipti innlent

Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn

Atli Ísleifsson skrifar
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi.
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. Fréttablaðið/GVA
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, hefur sagt sig úr stjórn HB Granda þar sem hún hefur gegnt varaformennsku. Í tilkynningu frá Rannveigu sem send var á fjölmiðla segir að ástæða þessa sé að hún sé ósátt við uppsögn forstjóra félagsins og hvernig að henni var staðið.

Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað í síðustu viku að velja stjórnarformanninn Guðmund Kristjánsson sem nýjan forstjóra útgerðarfélagsins. Var á sama tíma ákveðið að gera starfslokasamning við Vilhjálm Vilhjálmsson sem áður gegndi stöðu forstjóra. Guðmundur er fyrrverandi forstjóri útgerðarfélagsins Brims.

Rannveig segist hafa tilkynnt stjórn HB Granda ákvörðun sína og sent tilkynningu til hlutafélagaskrár.


Tengdar fréttir

Studdu ekki brottrekstur forstjórans

Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×