Viðskipti innlent

Jakob Frímann leitar á ný mið

Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar
Jakob Frímann Magnússon.
Jakob Frímann Magnússon. Ísland Got Talent
Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að hafa starfað í miðborginni í 10 ár. Hann hefur tilkynnt stjórn Miðborgarinnar okkar og borgarstjóra að hann hverfi nú til annarra starfa.

Jakob Frímann verður framkvæmdastjóri hjá nýju þróunarfélagi, ONE, sem er við það að hefja framkvæmdir, bæði á landsbyggðinni og í höfuðborginni. Um er að ræða sjálfbært samfélag sem nýtir sér hátækni í búskap og verður miðstöð sköpunar og nýsköpunar. Áslaug Magnúsdóttir, lögfræðingur og fjárfestir, er meðal stofnenda ONE ásamt John Brevard, bandarískur lögfræðingur og arkitekt.

Áslaug er þekkt fyrir að stofna hið heimsþekkta fyrirtæki Moda Operandi.

„Tíminn í miðborginni er búinn að vera frábær en eftir 10 ár er tímabært að breyta til og ekki síst þegar verkefni jafn einstaklega spennandi á borð við þetta býðst. Þetta er ágætt tækifæri,“ segir Jakob Frímann. Hann segist spenntur að takast á við nýtt og krefjandi verkefni sem hefur verið í bígerð í tvö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×