Viðskipti innlent

Eiður Smári sendiherra veðmálasíðu á HM

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eiður Smári í nýju hlutverki á HM í fótbolta.
Eiður Smári í nýju hlutverki á HM í fótbolta.
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi og að marga mati besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt, er hluti af sjónvarpsteymi Ríkisútvarpsins í kringum heimsmeistaramótið í knattspyrnu.

Eiður Smári var mættur til Volgograd í gær en hann verður í hlutverki sérfræðings á leikvanginum í beinni útsendingu í dag.

Landsliðsmaðurinn fyrrverandi segist á Twitter vera spenntur að sjá hvernig íslenska liðið fylgir eftir heillandi frammistöðu gegn Argentínu. Sérstaklega í ljósi 3-0 sigurs Króatíu á þeim argentínsku í gærkvöldi.

Eiður Smári lýkur svo tístinu með því að benda á að veðmálasíða nokkur bjóði upp á góða möguleika fyrir sparkspekinga að græða peninga.

Veðmálasíðan heitir 188Bet og er Eiður sendiherra síðunnar á HM í fótbolta að því er fram kemur á Twitter-síðu fyrirtækisins. Þar er boðið upp á link sem smella má á til að skoða hvaða tilboðum Eiður mælir með fyrir leikinn.



 


Tengdar fréttir

Sögulegur leikur fór fram í íslensku bálviðri

Lárus Guðmundsson skoraði eitt marka Íslands í 3-0 sigri á Nígeríu fyrir nærri 27 árum. Sigurinn var þá stærsti landsleikssigur íslenska landsliðsins en var spilaður fyrir nær tómu húsi vegna veðurs. Nígeríumenn hlógu að aðstæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×