Viðskipti innlent

Banna notkun hitara hjá Cozy Campers

Atli Ísleifsson skrifar
Hitunarbúnaðurinn sem um ræðir.
Hitunarbúnaðurinn sem um ræðir.
Vinnueftirlitið hefur bannað fyrirtækinu Cozy Campers að markaðssetja og notast við hitunarbúnað af gerðinni Air 2KW Parking Heater í ferðabílum með svefnaðstöðu sem að fyrirtækið leigir út.

Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Þar segir að við markaðseftirlit hafi komið í ljós að umræddur hitunarbúnaður sé ekki í samræmi við reglugerð um vélar og tæknilegan búnað (nr 1005/2009) og því mögulega hættulegur.

„Búnaðurinn er framleiddur af JP China Trade Int‘l Co., LTD og Cozy Campers ehf. hefur flutt hann til landsins og notað í ferðarbíla með svefnaðstöðu sem fyrirtækið leigir út.

Af framangreindum ástæðum hefur Vinnueftirlitið bannað fyrirtækinu notkun þessa búnaðar og frekari markaðsetningu hans á Íslandi,“ segir á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×