Arnór hefur aldrei misst trú á peningastefnunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. júní 2018 15:15 Arnór Sighvatsson hefur starfað hjá Seðlabankanum frá 1990. Hann lætur af embætti aðstoðarseðlabankastjóra næstkomandi föstudag. Framhaldið er óráðið. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, sem lætur af embætti næstkomandi föstudag, segist aldrei hafa misst trúna á peningastefnu með verðbólgumarkmiði þótt hann hafi rætt opinskátt um kosti þess að fara í myntsamstarf á árunum eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Arnór hóf störf hjá Seðlabankanum árið 1990 og hefur því starfað þar í 28 ár. Hann var um tíma aðalhagfræðingur bankans en hefur verið astoðarseðlabankastjóri frá febrúar 2009. Hann hafði tvívegis verið skipaður í embættið og gat því ekki sótt um það að nýju lögum samkvæmt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði á dögunum Rannveigu Sigurðardóttur hagfræðing í embætti aðstoðarseðlabankastjóra til næstu fimm ára frá 1. júlí 2018. Rannveig var skipuð að loknu umsóknarferli og tekur hún við af Arnóri. Í viðtali í tilefni af þessum tímamótum fer Arnór Sighvatsson yfir árin í Seðlabankanum og framkvæmd peningastefnunnar í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Arnór segist aldrei hafa misst trúna á peningastefnuna þrátt fyrir umbrotatíma og sveiflur sem fylgja krónunni. Við höfum haft verðbólgumarkmið frá 2001. Hefur þú einhvern tímann misst trúna á því að peningastefnan virki? „Ég hef aldrei verið þeirrar skoðunar að peningastefnan virki ekki. Hún virkar til lengdar. Það geta orðið mikil frávik frá markmiðinu en við höfum tækin til að koma verðbólgunni aftur í markmiðið. Spurningin er bara hvað það kostar og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að það séu fleiri tæki sem leggist á sömu sveif. Þar á meðal stefnan í ríkisfjármálum og nú hefur bæst við mikil flóra af svokölluðum þjóðhagsvarúðartækjum sem við getum líka beitt til að styðja við peningastefnuna,“ segir Arnór. Hann segir að það sé í raun alveg sama hvaða stefnu í peningamálum sé framfylgt ef vinnumarkaðurinn og ríkisfjármálastefnan séu ekki í lagi. „Ef þessi tvö atriði eru ekki í lagi, vinnumarkaðurinn og ríkisfjármálin, þá verður erfitt að reka peningastefnuna. Það þýðir ekki að við getum ekki náð markmiðum peningastefnunnar til lengri tíma litið en það kostar miklu meiri fórnir að ná þeim markmiðum.“Sjá má viðtalið við Arnór Sighvatsson hér. Greinilega skýr vilji til að standa utan ESB Arnór hefur áður rætt opinskátt um kosti þess að vera í myntsamstarfi. Meðal annars í frægu viðtali í Mannlífi árið 2009. „Ég held að Ísland sé á mörkum þess að geta talist það sem kallað er hagkvæmasta gjaldmiðlasvæði. Í ljósi þess að það er greinilega skýr vilji til þess að standa utan Evrópusambandsins þá þurfum við að búa við þann veruleika og haga peningastefnunni með þeim hætti að vankantarnir á því verði sem minnstir. Ég held að við höfum náð talsverðum árangri á þeirri leið að því leyti að við erum komin með öflugri tæki. Fjármálakerfið er á miklu betri stað en það var fyrir kreppuna. Það eru mikli minni líkur á þessu neikvæða samspili ríkisfjármála og fjármálakerfis sem við höfum séð í mörgum löndum. Bæði utan og innan myntbandalaga,“ segir Arnór. Óháð því hvað þjóðin vill gera og óháð því hvar við erum stödd í hinu pólitíska landslagi hvað varðar umræður um aðild að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu. Hvað finnst þér sjálfum? Heldur þú að okkur myndi vegna betur ef við værum með evruna? „Ég held að ef menn lesa skýrslu Seðlabankans frá 2012 þá sjá menn að það kom mjög berlega í ljós að það eru aðrir þættir sem skipta meira máli en peningastefnan eða umgjörð peningastefnunnar hvort menn koma vel eða illa út úr fjármálalegum hamförum eins og urðu á þessum árum. Það sem skipti langmestu máli var hvar menn stóðu við upphaf fjármálakreppunnar. Til dæmis hvað varðar stöðuna í ríkisfjármálum. Ef við skoðum Íslands versus Grikkland til dæmis þá er það greinilega það sem réð úrslitum en ekki eitthvað fyrirkomulag peningamála,“ segir Arnór. Hann segist ekki fallast á að myntin sé aðeins mælieining á stöðu hagkerfisins. „Þetta er miklu meira en mælieining. Þetta hefur mikil áhrif á það hvernig sveiflur eru í þjóðarbúskapnum. Ég hygg að gengissveiflurnar geti bæðið orðið til þess að magna sveiflur og draga úr þeim. Það hvað verður veltur dálítið á því hver umgjörðin er að öðru leyti.“ Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, sem lætur af embætti næstkomandi föstudag, segist aldrei hafa misst trúna á peningastefnu með verðbólgumarkmiði þótt hann hafi rætt opinskátt um kosti þess að fara í myntsamstarf á árunum eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Arnór hóf störf hjá Seðlabankanum árið 1990 og hefur því starfað þar í 28 ár. Hann var um tíma aðalhagfræðingur bankans en hefur verið astoðarseðlabankastjóri frá febrúar 2009. Hann hafði tvívegis verið skipaður í embættið og gat því ekki sótt um það að nýju lögum samkvæmt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði á dögunum Rannveigu Sigurðardóttur hagfræðing í embætti aðstoðarseðlabankastjóra til næstu fimm ára frá 1. júlí 2018. Rannveig var skipuð að loknu umsóknarferli og tekur hún við af Arnóri. Í viðtali í tilefni af þessum tímamótum fer Arnór Sighvatsson yfir árin í Seðlabankanum og framkvæmd peningastefnunnar í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Arnór segist aldrei hafa misst trúna á peningastefnuna þrátt fyrir umbrotatíma og sveiflur sem fylgja krónunni. Við höfum haft verðbólgumarkmið frá 2001. Hefur þú einhvern tímann misst trúna á því að peningastefnan virki? „Ég hef aldrei verið þeirrar skoðunar að peningastefnan virki ekki. Hún virkar til lengdar. Það geta orðið mikil frávik frá markmiðinu en við höfum tækin til að koma verðbólgunni aftur í markmiðið. Spurningin er bara hvað það kostar og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að það séu fleiri tæki sem leggist á sömu sveif. Þar á meðal stefnan í ríkisfjármálum og nú hefur bæst við mikil flóra af svokölluðum þjóðhagsvarúðartækjum sem við getum líka beitt til að styðja við peningastefnuna,“ segir Arnór. Hann segir að það sé í raun alveg sama hvaða stefnu í peningamálum sé framfylgt ef vinnumarkaðurinn og ríkisfjármálastefnan séu ekki í lagi. „Ef þessi tvö atriði eru ekki í lagi, vinnumarkaðurinn og ríkisfjármálin, þá verður erfitt að reka peningastefnuna. Það þýðir ekki að við getum ekki náð markmiðum peningastefnunnar til lengri tíma litið en það kostar miklu meiri fórnir að ná þeim markmiðum.“Sjá má viðtalið við Arnór Sighvatsson hér. Greinilega skýr vilji til að standa utan ESB Arnór hefur áður rætt opinskátt um kosti þess að vera í myntsamstarfi. Meðal annars í frægu viðtali í Mannlífi árið 2009. „Ég held að Ísland sé á mörkum þess að geta talist það sem kallað er hagkvæmasta gjaldmiðlasvæði. Í ljósi þess að það er greinilega skýr vilji til þess að standa utan Evrópusambandsins þá þurfum við að búa við þann veruleika og haga peningastefnunni með þeim hætti að vankantarnir á því verði sem minnstir. Ég held að við höfum náð talsverðum árangri á þeirri leið að því leyti að við erum komin með öflugri tæki. Fjármálakerfið er á miklu betri stað en það var fyrir kreppuna. Það eru mikli minni líkur á þessu neikvæða samspili ríkisfjármála og fjármálakerfis sem við höfum séð í mörgum löndum. Bæði utan og innan myntbandalaga,“ segir Arnór. Óháð því hvað þjóðin vill gera og óháð því hvar við erum stödd í hinu pólitíska landslagi hvað varðar umræður um aðild að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu. Hvað finnst þér sjálfum? Heldur þú að okkur myndi vegna betur ef við værum með evruna? „Ég held að ef menn lesa skýrslu Seðlabankans frá 2012 þá sjá menn að það kom mjög berlega í ljós að það eru aðrir þættir sem skipta meira máli en peningastefnan eða umgjörð peningastefnunnar hvort menn koma vel eða illa út úr fjármálalegum hamförum eins og urðu á þessum árum. Það sem skipti langmestu máli var hvar menn stóðu við upphaf fjármálakreppunnar. Til dæmis hvað varðar stöðuna í ríkisfjármálum. Ef við skoðum Íslands versus Grikkland til dæmis þá er það greinilega það sem réð úrslitum en ekki eitthvað fyrirkomulag peningamála,“ segir Arnór. Hann segist ekki fallast á að myntin sé aðeins mælieining á stöðu hagkerfisins. „Þetta er miklu meira en mælieining. Þetta hefur mikil áhrif á það hvernig sveiflur eru í þjóðarbúskapnum. Ég hygg að gengissveiflurnar geti bæðið orðið til þess að magna sveiflur og draga úr þeim. Það hvað verður veltur dálítið á því hver umgjörðin er að öðru leyti.“
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent