Fleiri fréttir

Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins

Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé.

Úthluta metfjölda sérleyfa en hætta við Drekasvæðið

Ákvörðun norskra stjórnvalda um að draga ríkisolíufélagið Petoro út úr olíuleit á Drekasvæðinu var tekin daginn eftir að inn í ríkisstjórnina kom nýr flokkur, sem eindregið hefur barist gegn því að Jan Mayen-svæðið yrði opnað til olíuleitar.

Kalla inn Hafrakökur frá Myllunni

Myllan hefur innkallað Myllu Hafrakökur, Bónus Hafrakökur og Hagkaups Hafrakökur vegna aðskotahlutar sem fannst í einni köku.

Lilja ráðin til Gaman Ferða

Lilja Hilmarsdóttir hefur verið ráðin til Ferðaskrifstofunnar Gaman Ferða þar sem hún mun gegna starfi verkefnastjóra í hópadeild.

Laugar keyptar fyrir tæpan hálfan milljarð

Dalabyggð hefur tekið 460 milljóna króna tilboði í Laugar í Sælingsdal. Fjárfestir og fyrrverandi knattspyrnumaður ætlar sér að efla hótelreksturinn og hafa opið lengur en fyrr.

Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík

Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar.

Örlög United Silicon ráðast í dag

Það ræðst væntanlega á stjórnarfundi í dag hjá United Silicon, sem á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hvort fyrirtækinu verður stefnt í gjaldþrot.

Síminn varar við vefveiðum

Í tilkynningunni kemur fram að aftur sé kominn póstur á kreik í nafni Símans þar falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum um endurgreiðslu en í tilkynningunni er tekið fram að aðeins mánuður er frá síðustu hrinu þegar slíkir póstar voru sendir út.

Ofurvélmenni á bás Origo á UT messunni

Ýmis vélmenni og gervigreindi markvörðurinn Robokeeper verða áberandi á Origo básnum á UT messuni sem haldin verður í Hörpu 2. og 3. febrúar næstkomandi.

Stefán Árni nýr forstjóri Límtré Vírnets

Stefán Árni Einarsson er nýr forstjóri Límtré Vírnets Tekur hann við starfinu af Stefáni Loga Haraldssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá árinu 1999.

Hækka verðmat á Icelandair Group um fimmtung

Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Icelandair Group um 22 prósent og metur gengi bréfanna á 18,4 krónur á hlut. Það er um 16 prósentum hærra en markaðsgengi bréfanna eftir lokun markaða í gær. Er fjárfestum þannig ráðlagt að kaupa hlutabréf í félaginu.

Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung

Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva.

Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum

Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu.

Fær ekki aðgang að kerfi Vodafone

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfu Símans um að breytingar verði gerðar á sátt Samkeppniseftirlitsins við Fjarskipti (Vodafone) vegna kaupa fyrirtækisins á rekstri 365 miðla.

Sjá næstu 50 fréttir