Viðskipti innlent

Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Bjarni Ármannsson áður en hann bar vitni í dómsal í dag.
Bjarni Ármannsson áður en hann bar vitni í dómsal í dag. Vísir/Vilhelm
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. Hann segir að öll viðskipti með eigin bréf bankans hafi verið stunduð innan skynsamlegra og löglegra marka.

„Ég hef alltaf talið að svo væri og ég er ekki að átta mig á þeirri umræðu að bankinn hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt,“ sagði Bjarni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis.

Fimm eru ákærðir í málinu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þá er Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, ákærður fyrir markaðsmisnotkun.

Þeir Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónasson, fyrrverandi starfsmenn eigin viðskipta Glitnis, einnig ákærðir fyrir markaðsmisnotkun.

Engin sérstakar athugasemdir við viðskiptavaka

Við aðalmeðferð í dag var meðal annars vísað í bréf Bjarna til Fjármálaeftirlitsins þar sem talað er um viðskipti bankans með eigin bréf og að bankinn hafi haldið úti formlegri viðskiptavakt frá árinu 2007.

Bjarni sagði að það hefði komið fyrir að viðskipti með hlutabréf í bankanum án aðkomu starfsmanna deildar eigin viðskipta. Sem dæmi nefndi Bjarni að þegar hann hafi látið að störfum hafi hann hafi látið af störfum sem forstjóri bankans hafi hann selt öll sín bréf í bankanum og það hafi verið stjórn bankans sem hafi tekið ákvörðun um það.

Þá sagðist hann ekki muna sérstaklega eftir umræðu við Fjármálaeftirlitið þar sem gerðar voru athugasemd við viðskiptavaka bankans. Haldnir hafi verið reglulegir fundir með Fjármálaeftirlitinu um ýmis mál, en hann muni ekki eftir athugasemdum um viðskipti bankans með eigin bréf.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×