Viðskipti innlent

Heilsugæsla og Landspítali vinsælust á Já.is

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Í hverjum mánuði eru framkvæmdar milli 3-4 milljónir leita á Já.is.
Í hverjum mánuði eru framkvæmdar milli 3-4 milljónir leita á Já.is. Aðsend
Vinsælustu leitirnar á Já.is og Já.is appinu árið 2017 voru leitarorð tengd heilsu, hótelgistingu og útliti, samkvæmt tilkynningu frá Já.

Landsmenn flettu oftast upp heilsugæslu og hótelum þar á eftir voru það lyf, apótek, snyrtistofur og hárgreiðslustofur. Á síðastliðnu ári flettu landsmenn oftast upp á Landspítalanum og þar á eftir Póstinum. Önnur fyrirtæki sem sem notendur Já.is skoðuðu oft á árinu voru Lyfja, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og Landsbankinn.

Í hverjum mánuði eru framkvæmdar milli 3-4 milljónir leita á Já.is en vefurinn er einn af fjölsóttustu vefjum landsins. Á árinu 2017 voru hringd um 1,9 milljón símtala úr Já.is appinu, en það er 27% aukning frá árinu á undan þegar símtölin voru 1,5 milljónir. Jafnframt leituðu notendur appsins ofast að Póstinum í vegvísinum en þar á eftir Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og Póstinum. Í desember var sett met í fjölda notenda í Já.is appinu, en einstakir notendur voru ríflega 62.000 í mánuðinum.

15 vinsælustu leitarorðin í miðlum Já:

1. Heilsugæsla

2. Hótel

3. Lyf

4. Apótek

5. Snyrtistofa

6. Hárgreiðslustofa

7. Sjúkraþjálfun

8. Bílaverkstæði

9. Heilbrigðisstofnun

10. Læknastöð

11. Tannlæknastofa

12. Augnlæknir

13. Dekkjaverkstæði

14. Bílaleiga

15. Fasteignasala

Fyrirtæki sem oftast voru skoðuð á Já.is:

1. Landspítali

2. Pósturinn

3. Lyfja

4. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

5. Landsbankinn

6. Húsasmiðjan

7. 365

8. Íslandsbanki

9. Apótekarinn

10. VÍS

Mest vegvísað á Já.is:

1. Landspítali

2. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

3. Pósturinn

4. Garðabær

5. Háskóli Íslands

6. Vínbúðin

7. Frumherji

8. Domino‘s Pizza

9. N1

10. Íslandsbanki

Topp 10 listar úr Já.is appinu:

Fyrirtæki sem ofast voru skoðuð í Já.is appinu:

1. Pósturinn

2. Landspítali

3. Húsasmiðjan

4. Lyfja

5. BYKO

6. Íslandsbanki

7. 365

8. Landsbankinn

9. VÍS

10. Arion banki

Mest hringt í úr appinu:

1. Pósturinn

2. 365

3. Íslandsbanki

4. Landspítali

5. Arion banki

6. VÍS

7. BYKO

8. Landsbankinn

9. Nova

10. Húsasmiðjan

Mest vegvísað úr appinu:

1. Pósturinn

2. N1

3. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

4. Keflavíkurflugvöllur

5. Vínbúðin

6. N1

7. Landspítali

8. Domino‘s Pizza

9. Olís

10. Garðabær






Fleiri fréttir

Sjá meira


×