Viðskipti innlent

Síminn varar við vefveiðum

Birgir Olgeirsson skrifar
Í tilkynningunni kemur fram að aftur sé kominn póstur á kreik í nafni Símans þar falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum um endurgreiðslu en í tilkynningunni er tekið fram að aðeins mánuður er frá síðustu hrinu þegar slíkir póstar voru sendir út.
Í tilkynningunni kemur fram að aftur sé kominn póstur á kreik í nafni Símans þar falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum um endurgreiðslu en í tilkynningunni er tekið fram að aðeins mánuður er frá síðustu hrinu þegar slíkir póstar voru sendir út. Vísir/Vilhelm
Fjarskiptafyrirtækið Síminn hefur sent frá sér viðvörun vegna svokallaðra vefveiða. Í tilkynningunni kemur fram að aftur sé kominn póstur á kreik í nafni Símans þar falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum um endurgreiðslu en í tilkynningunni er tekið fram að aðeins mánuður er frá síðustu hrinu þegar slíkir póstar voru sendir út.

Síminn bendir enn og aftur á að það er skýr regla fyrirtækisins að biðja ekki undir neinum kringumstæðum um greiðslukortanúmer í tölvupósti. Aldrei ber að afhenda kreditkortaupplýsingar sínar með þessum hætti.

Síminn hefur lokað á lendingarsíður í tölvupósti svindlaranna hjá viðskiptavinum Símans. Hafi viðskiptavinir annarra fjarskiptafélaga fengið póstinn bendum við þeim á að vara sig.

Síminn hefur upplýst netöryggissveit yfirvalda, Cert-Ís, um póstana. Öryggisteymi Símans fylgist með framvindunni í náinni samvinnu við hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×