Viðskipti innlent

Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann

Birgir Olgeirsson skrifar
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis.
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Vísir/Vilhelm
Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á kaup einkahlutafélagsins Sjávargrundar á öllu hlutafé í Tandri ehf.

Þetta kemur fram í úrskurði Samkeppniseftirlitsins en þar segir að starfsemi Tandurs felist í innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætisvörum til fyrirtækja og stofnana um allt land.

Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Sjávargrund ehf og Tandur hf. starfi á ótengdum mörkuðum og auka því ekki markaðshlutdeild sína eða styrkja hana í kjölfar samrunans.

Hluthafar í Sjávargrund eru Sjávarsýn, sem á áttatíu prósent, og Svangrund, sem á 20 prósent. Sjávarsýn er í eigu Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis, en Svangrund var stofnað í tengslum við þessi viðskipti og er að jöfnu í eigu tveggja af núverandi hluthöfum Tundurs.

Dótturfélög í eigu Sjávarsýnar eru Gasfélagið, sem flytur inn fljótandi gas og gashylki, Ísmar ehf., sem sérhæfir sig í tækjabúnaði til hverskonar landmælinga, vélstýringa og lasertækni, og Tölvuþjónustan ehf. sem hefur verið afskráð og sameinuð Sjávarsýn en hafði þann tilgang að annast sölu og þjónustu með tölvu- og hugbúnaði, rafræna afritun og hýsing gagna, rekstur fasteigna, lánastarfsemi og aðra skylda starfsemi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×