Fleiri fréttir

Fallast ekki á tillögur Haga

Samkeppniseftirlitið fellst ekki á þær tillögur sem Hagar lögðu fram til að liðka fyrir samruna samsteypunnar við Olíuverzlun Íslands og DGV.

Ekkert opinbert eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða

Drög að reglugerð um eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða hafa safnað ryki í ráðuneyti í tæp sex ár. Erlendar systurstofnanir Neytendastofu hafa furðað sig á því að ekkert eftirlit sé hérlendis.

Hlutabréf í Eimskip hækkuðu um sextán prósent

Sala bandaríska fjárfestingarfélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskip til systurfélags Samherja þrýsti upp hlutabréfaverði í flutningafyrirtækinu, en bréfin hækkuðu alls um 15,9 prósent í verði í ríflega 11,4 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær.

Bréf í Eimskip hækkað um 10 prósent í morgun

Sala bandaríska fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskipafélagi Íslands hefur leitt til um tíu prósenta hækkunar á verði á bréfum í félaginu.

Landsréttur hafnar beiðni Valitor

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað.

Nasdaq hættir að birta hluthafalista

Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar.

Laun hækkað talsvert umfram tekjur

Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar.

Emmessís flytur inn danskan skyrís

Smæð íslenska markaðarins og breytt tollalög eru stærstu ástæður þess að Emmesís hóf innflutning á dönskum skyrís.

Ferðaþjónustan er komin að þolmörkum

Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, segir að laun séu komin að þolmörkum í ferðaþjónustu. Ferðaskipuleggjendur hafa margir hverjir ákveðið að hvíla Ísland á meðan gengið er jafn sterkt og raun ber vitni. Aukinn áhugi er á Íslandi frá NorðurAmeríku og Asíu en þar er sumarfrí styttra.

Hafa fengið að útvíkka starfsemi sína

Stórar matvörukeðjur á Norðurlöndunum hafa fengið samþykki samkeppnisyfirvalda til þess að útvíkka starfsemi sína. Keðjurnar einskorða sig ekki við rekstur hefðbundinna matvöruverslana. Greinendur Landsbankans telja að í því ljósi séu kaup Haga á Olís rökrétt.

Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður

Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding.

Plötusnúður verður forstjóri Goldman Sachs

Hinn 56 ára gamli bankamaður David Solomon mun taka við sem forstjóri Goldman Sachs þann 1. október næstkomandi. Solomon er reynslumikill bankamaður en starfar einnig sem plötusnúður,

Heimkaup borgi 200 þúsund

Neytendastofa hefur gert Wedo ehf., rekstraraðila Heimkaupa, 200 þúsund króna sekt fyrir að auglýsa vörur sínar „Tax Free“ án þess að tilgreina raunverulegan prósentuafslátt.

Tímamótarannsókn gefur tilefni til bjartsýni

Sáraroð íslenska lækningavöruframleiðandans Kerecis á Ísafirði reyndist mun betur en sú vara sem nú er helst notuð við meðferð á illvígum sárum. Tekjur fyrirtækisins fjórfölduðust milli ára.

Samkeppnislöggjöfin úrelt að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráð

Mikil samþjöppun blasir við á dagvöru- og eldsneytismarkaði nái fyrirhugaðir samrunar sem tilkynnt hefur verið um nýverið fram að ganga. Þessi þróun kemur ekki á óvart að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs sem segir gildandi samkeppnislöggjöf vera úrelta.

Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur

Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum.

Sjá næstu 50 fréttir