Viðskipti innlent

Dagbjört verður persónuverndarfulltrúi Reykvíkinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dagbjört Hákonardóttir er persónuverndarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg.
Dagbjört Hákonardóttir er persónuverndarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg
Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, hefur tekið við starfi persónuverndarfulltrúa samkvæmt 35. greina laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Greint er frá þessu á vef Reykjavíkurborgar en samkvæmt lögum um persónuvernd sem tóku gildi í gær á borgin að hafa starfsmann í sínum röðum sem sinnir hlutverkinu.

Einstaklingar sem óska upplýsinga um vinnslu persónuupplýsinga hjá Reykjavíkurborg sem og leiðbeininga um hvernig þeir geta neytt réttar síns samkvæmt ákvæðum laganna, geta beint erindum sínum til Dagbjartar í gegnum netfangið personuverndarfulltrui@reykjavik.is eða í síma 411-1111.

Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir hina nýju löggjöf hjá flestum fyrirtækjum landsins, sveitarfélögum og stofnunum ríkisins og það á eftir að koma í ljós hve vel stofnanir og fyrirtæki verða undirbúin þegar einstaklingar fara að herja á um réttindi sín.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×