Viðskipti innlent

Standard & Poor´s staðfestir lánshæfismat Arion banka, BBB+ með stöðugum horfum

Birgir Olgeirsson skrifar
Í tilkynningu frá Standard & Poor´s kemur fram að íslenska fjármálakerfið sé stöðugt og að hagkerfið haldi áfram að vaxa en um leið dragi úr merkjum um ofhitnun í hagkerfinu.
Í tilkynningu frá Standard & Poor´s kemur fram að íslenska fjármálakerfið sé stöðugt og að hagkerfið haldi áfram að vaxa en um leið dragi úr merkjum um ofhitnun í hagkerfinu. Vísir/eyþór
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur staðfest langtíma lánshæfismat Arion banka, BBB+ með stöðugum horfum. Skammtíma lánshæfismat bankans er áfram A-2.

Í tilkynningu frá Standard & Poor´s kemur fram að íslenska fjármálakerfið sé stöðugt og að hagkerfið haldi áfram að vaxa en um leið dragi úr merkjum um ofhitnun í hagkerfinu. Að þeirra mati raskar þátttaka lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði samkeppnisumhverfi íslenskra fjármálafyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×