Viðskipti innlent

Bréf í Eimskip hækkað um 10 prósent í morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hluthafar í Eimskip hafa væntanlega tekið hækkuninni fagnandi í morgun.
Hluthafar í Eimskip hafa væntanlega tekið hækkuninni fagnandi í morgun. Fréttablaðið/Anton Brink
Sala bandaríska fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskipafélagi Íslands hefur leitt til um tíu prósenta hækkunar á verði á bréfum í félaginu. Ekki er vitað á þessari stundu hver er kaupandi bréfanna. Eignarhlutur Yucaipa taldi alls um 50,6 hluta og var hann seldur á 220 krónur á hlut.

Verðið á bréfum Eimskipa fór upp í 224 krónur við opnun markaða í morgun vegna viðskiptanna sem námu rúmum 11 milljörðum króna. Þau eru nú 221 króna. Gengi hlutabréfa í Eimskip fyrir viðskiptin var 201 króna og hafði aldrei verið lægra. Verðið var rúmlega 270 krónur þegar Yucaipa greindi fyrst frá áhuga sínum á að selja fjórðungshlutinn. Hann var þá metinn á fjórtán milljarða króna.

Hvorki náðist í Gylfa Sigfússon, forstjóra Eimskip, né Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×