150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júlí 2018 09:18 Marriott Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Fyrsta skóflustungan að hótelinu verður tekin í dag en framkvæmdir hefjast strax í kjölfarið. Í tilkynningu frá aðstandendum hótelsins segir að fjármögnun þess sé að fullu lokið og að stefnt sé að opnun haustið 2019. Forsvarsmenn hótelsins telja að mikill vöxtur í tengiflugi í gegnum Keflavíkurflugvöll kalli á stórt flugvallarhótel undir alþjóðlegu vörumerki. Marriott er stærsta hótelkeðja heims með yfir 6500 hótel og 30 vörumerki í rekstri. Þar af eru rúmlega 1.100 Courtyard hótel og er þau meðal annars að finna við helstu flugvelli í Evrópu. Þá er Marriott keðjan einnig um þessar mundir að undirbúa opnun fimm stjörnu hótels við hlið Hörpu.Hér má sjá staðsetningu hótelsins.MarriottHaft er eftir Ingvari Eyfjörð, framkvæmdastjóra Aðaltogs sem byggir hótelið, að þetta sé stór áfangi fyrir fyrirtækið. „Kveikjan kom þegar ISAVIA kynnti framtíðarhugmyndir sínar varðandi uppbyggingu flugvallarsvæðisins. Þróun Aðaltorgs hefur staðið yfir undanfarin tvö ár og er liður í frekari uppbyggingu á þjónustu í kringum alþjóðaflugvöllinn. Samið hefur verið við Íslenska aðalverktaka um byggingu hótelsins og framkvæmdir hefjast strax. Það liggur fyrir glæsileg framtíðarsýn um þróun flugvallarsvæðisins og það er afar áhugavert fyrir okkur í Reykjanesbæ að koma að þeirri uppbyggingu,“ segir Ingvar. Framkvæmdastjóri sérleyfishafans Capital Hotels, Árni Sólonsson, segir að það sé mikill heiður að fyrirtæki sitt hafi orðið fyrir valinu. „Marriott er með mjög sterkt vörumerki, þau hafa gert samninga við fjölmörg flugfélög um gistingu fyrir áhafnir og þá munu félagar í tryggðarklúbb Marriott fá tilboð um að koma til Íslands að gista á góðum kjörum. Þetta verður veglegt flugvallarhótel fyrir bæði viðskiptafarþega og fjölskyldufólk í ferðum sínum um Keflavíkurflugvöll. Ísland hefur stimplað sig inn sem einn eftirsóttasti áfangastaður heims og þá hefur flugvöllurinn góða möguleika á að verða enn mikilvægari tengipunktur í flugi milli heimsálfa á næstu árum. Það er mikil þekking sem Marriott kemur með enda stærsta hótelkeðja heims. Á móti höfum við mikla reynslu af rekstri hótela í þessum verðflokki hér á landi. Við höfum staðfasta trú á Íslandi sem áfangastað til langs tíma,“ segir Árni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelið er orðið verðmætara en áður var talið Richard L. Friedman, aðaleigandi bandaríska fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company, segir að hluthafar hafi ákveðið að leggja frekara fjármagn í byggingu fimm stjörnu hótels við Hörpu. 30. maí 2018 08:00 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Fyrsta skóflustungan að hótelinu verður tekin í dag en framkvæmdir hefjast strax í kjölfarið. Í tilkynningu frá aðstandendum hótelsins segir að fjármögnun þess sé að fullu lokið og að stefnt sé að opnun haustið 2019. Forsvarsmenn hótelsins telja að mikill vöxtur í tengiflugi í gegnum Keflavíkurflugvöll kalli á stórt flugvallarhótel undir alþjóðlegu vörumerki. Marriott er stærsta hótelkeðja heims með yfir 6500 hótel og 30 vörumerki í rekstri. Þar af eru rúmlega 1.100 Courtyard hótel og er þau meðal annars að finna við helstu flugvelli í Evrópu. Þá er Marriott keðjan einnig um þessar mundir að undirbúa opnun fimm stjörnu hótels við hlið Hörpu.Hér má sjá staðsetningu hótelsins.MarriottHaft er eftir Ingvari Eyfjörð, framkvæmdastjóra Aðaltogs sem byggir hótelið, að þetta sé stór áfangi fyrir fyrirtækið. „Kveikjan kom þegar ISAVIA kynnti framtíðarhugmyndir sínar varðandi uppbyggingu flugvallarsvæðisins. Þróun Aðaltorgs hefur staðið yfir undanfarin tvö ár og er liður í frekari uppbyggingu á þjónustu í kringum alþjóðaflugvöllinn. Samið hefur verið við Íslenska aðalverktaka um byggingu hótelsins og framkvæmdir hefjast strax. Það liggur fyrir glæsileg framtíðarsýn um þróun flugvallarsvæðisins og það er afar áhugavert fyrir okkur í Reykjanesbæ að koma að þeirri uppbyggingu,“ segir Ingvar. Framkvæmdastjóri sérleyfishafans Capital Hotels, Árni Sólonsson, segir að það sé mikill heiður að fyrirtæki sitt hafi orðið fyrir valinu. „Marriott er með mjög sterkt vörumerki, þau hafa gert samninga við fjölmörg flugfélög um gistingu fyrir áhafnir og þá munu félagar í tryggðarklúbb Marriott fá tilboð um að koma til Íslands að gista á góðum kjörum. Þetta verður veglegt flugvallarhótel fyrir bæði viðskiptafarþega og fjölskyldufólk í ferðum sínum um Keflavíkurflugvöll. Ísland hefur stimplað sig inn sem einn eftirsóttasti áfangastaður heims og þá hefur flugvöllurinn góða möguleika á að verða enn mikilvægari tengipunktur í flugi milli heimsálfa á næstu árum. Það er mikil þekking sem Marriott kemur með enda stærsta hótelkeðja heims. Á móti höfum við mikla reynslu af rekstri hótela í þessum verðflokki hér á landi. Við höfum staðfasta trú á Íslandi sem áfangastað til langs tíma,“ segir Árni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelið er orðið verðmætara en áður var talið Richard L. Friedman, aðaleigandi bandaríska fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company, segir að hluthafar hafi ákveðið að leggja frekara fjármagn í byggingu fimm stjörnu hótels við Hörpu. 30. maí 2018 08:00 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Hótelið er orðið verðmætara en áður var talið Richard L. Friedman, aðaleigandi bandaríska fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company, segir að hluthafar hafi ákveðið að leggja frekara fjármagn í byggingu fimm stjörnu hótels við Hörpu. 30. maí 2018 08:00