Viðskipti erlent

Plötusnúður verður forstjóri Goldman Sachs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
David Solomon.
David Solomon. Vísir/Getty

Hinn 56 ára gamli bankamaður David Solomon mun taka við sem forstjóri Goldman Sachs þann 1. október næstkomandi. Solomon er reynslumikill bankamaður en starfar einnig sem plötusnúður.

Solomon tekur við af Lloyd Blankfein sem stýrði bankanum bæði inn í og út úr bankakreppunni miklu árið 2008. Töluvert er síðan tilkynnt var um að Blankfein myndi hætta og hafa miklar vangaveltur verið uppi um hver myndi taka við.
Solomon hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri bankans og segist hann vera þakklátur fyrir stöðuhækkunina.

Athygli vekur að Solomon er virkur plötusnúður og er alls með 550 þúsund vikulega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Solomon gaf nýverið út sitt fyrsta lag, svokallað remix af laginu Don't Stop með Fleetwood Mac.

Solomon sérhæfir sig í rafrænni tónlist og spilar reglulega á börum og klúbbum í New York undir nafninu DJ D-Sol.

Great to get some time on the decks at #theEMAwards.

A post shared by D-Sol (@djdsolmusic) on


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.