Fleiri fréttir

Ríkið verði af tveimur milljörðum á ári

Samtök ferðaþjónustunnar áætla að ríkið verði af tveimur milljörðum króna á meðan Airbnb og sambærilegum leigusíðum er ekki gert að innheimta gistináttaskatt. Taka átti á málinu fyrir ári en það er enn í skoðun. Kerfið míglekur, segir stjórnarformaður Gray Line.

Vindmylluævintýrið í Þykkvabæ gæti verið á enda

Framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ er í uppnámi því fyrirtæki sem og á og rekur tvær vindmyllur í bænum getur ekki endurnýjað þær innan núverandi deiliskipulags og tilraunir til að breyta deiluskipulagi hafa ekki borið árangur. Önnur vindmyllan er ónýt og hin hefur verið biluð í tvo mánuði. Sveitarstjóri Rangárþings ytra er svartsýnn á frekari uppbyggingu með vindmyllum.

Töluverð hækkun á fasteignaverði í júní

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,8 prósent á milli maí og júní. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem kom út í morgun.

Verðhækkanir framundan hjá IKEA

Eftir þrjár verðlækkanir á síðasta rekstrarári sér IKEA á Íslandi fram á að þurfa að hækka vöruverð á næstunni.

Verðið hækkaði hvað mest á Íslandi

Húsnæðisverð hækkaði hvergi meira í heiminum að raunvirði en á Íslandi í fyrra, að því er fram kemur í nýlegri úttekt greiningarfyrirtækisins Global Property Guide.

Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi

Nýsköpun Íslenska sprotafyrirtækið Takumi International tryggði sér fjármögnun upp á þrjár milljónir punda, eða sem nemur 420 milljónum króna, frá breskum og bandarískum sjóðum og englafjárfestum í annarri fjármögnunarumferð fyrirtækisins.

Vilhjálmur með hálfan milljarð í eigið fé

Viðskipti Fjárfestingarfélagið Miðeind, sem er í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar fjárfestis og fyrrverandi gjaldkera Samfylkingarinnar, hagnaðist um 15 milljónir króna í fyrra.

Fallast ekki á tillögur Haga

Samkeppniseftirlitið fellst ekki á þær tillögur sem Hagar lögðu fram til að liðka fyrir samruna samsteypunnar við Olíuverzlun Íslands og DGV.

Ekkert opinbert eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða

Drög að reglugerð um eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða hafa safnað ryki í ráðuneyti í tæp sex ár. Erlendar systurstofnanir Neytendastofu hafa furðað sig á því að ekkert eftirlit sé hérlendis.

Hlutabréf í Eimskip hækkuðu um sextán prósent

Sala bandaríska fjárfestingarfélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskip til systurfélags Samherja þrýsti upp hlutabréfaverði í flutningafyrirtækinu, en bréfin hækkuðu alls um 15,9 prósent í verði í ríflega 11,4 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær.

Bréf í Eimskip hækkað um 10 prósent í morgun

Sala bandaríska fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskipafélagi Íslands hefur leitt til um tíu prósenta hækkunar á verði á bréfum í félaginu.

Landsréttur hafnar beiðni Valitor

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað.

Nasdaq hættir að birta hluthafalista

Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar.

Laun hækkað talsvert umfram tekjur

Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar.

Emmessís flytur inn danskan skyrís

Smæð íslenska markaðarins og breytt tollalög eru stærstu ástæður þess að Emmesís hóf innflutning á dönskum skyrís.

Ferðaþjónustan er komin að þolmörkum

Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, segir að laun séu komin að þolmörkum í ferðaþjónustu. Ferðaskipuleggjendur hafa margir hverjir ákveðið að hvíla Ísland á meðan gengið er jafn sterkt og raun ber vitni. Aukinn áhugi er á Íslandi frá NorðurAmeríku og Asíu en þar er sumarfrí styttra.

Hafa fengið að útvíkka starfsemi sína

Stórar matvörukeðjur á Norðurlöndunum hafa fengið samþykki samkeppnisyfirvalda til þess að útvíkka starfsemi sína. Keðjurnar einskorða sig ekki við rekstur hefðbundinna matvöruverslana. Greinendur Landsbankans telja að í því ljósi séu kaup Haga á Olís rökrétt.

Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður

Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding.

Plötusnúður verður forstjóri Goldman Sachs

Hinn 56 ára gamli bankamaður David Solomon mun taka við sem forstjóri Goldman Sachs þann 1. október næstkomandi. Solomon er reynslumikill bankamaður en starfar einnig sem plötusnúður,

Heimkaup borgi 200 þúsund

Neytendastofa hefur gert Wedo ehf., rekstraraðila Heimkaupa, 200 þúsund króna sekt fyrir að auglýsa vörur sínar „Tax Free“ án þess að tilgreina raunverulegan prósentuafslátt.

Sjá næstu 50 fréttir