Viðskipti innlent

Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Markaðshlutdeild Icelandair hefur lækkað umtalsvert á undanförnum árum, samhliða harðnandi samkeppni.
Markaðshlutdeild Icelandair hefur lækkað umtalsvert á undanförnum árum, samhliða harðnandi samkeppni. Visir/pjetur

Allt stefnir í að Icelandair muni í ár, í fyrsta sinn, vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. Fluggreiningarfyrirtækið CAPA áætlar að markaðshlutdeild flugfélagsins verði 47,1 prósent í ár, samanborið við 51,4 prósent í fyrra og rúmlega 80 prósent árið 2012 - árið sem WOW Air tók til starfa.

WOW hefur á þeim tíma aukið markaðshlutdeild sína jafnt og þétt. Talið er að hún verði 31,3 prósent í ár en markaðshlutdeild fyrirtækisins var 27,6 prósent í fyrra.

Sjá einnig: Kallar á frekari uppstokkun

Samanlögð markaðshlutdeild annarra flugfélaga til og frá Íslandi hefur einnig aukist á liðnum árum. Áætlanir CAPA gera ráð fyrir því að hún verði rúmur fimmtungur á þessu ári, samanborið við 15,4 prósent hlutdeild árið 2014. Alls býður 31 flugfélag upp á reglulegt millilandaflug til Keflavíkur í ár.

Gert er ráð fyrir því að flugsætum til og frá Íslandi muni að sama skapi fjölga í ár um 13 prósent. Heildarfjöldi flugsæta í lok árs yrði því um 12,1 milljón talsins.

Flugsætum Icelandair mun fjölga um 4 prósent í ár og mun heildarfjöldi þeirra í lok árs telja 4,7 milljónir. Það telsti hlutfallslega lítill vöxtur, samanborið við 28 prósent flugsætafjölgun WOW Air á milli ára og 13,3 prósent vöxt annarra flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi.


Tengdar fréttir

Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi

Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum.

Kallar á frekari uppstokkun

Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.