Fleiri fréttir

Ertu leiðtogi af gamla skólanum?

Rúna Magnúsdóttir skrifar

Hvort sem þú ert að leiða teymi, deild, heilt fyrirtæki eða stofnun, þá hefur þú alltaf val. Þú getur valið um að vera leiðtogi af gamla eða nýja skólanum. Hvort ert þú?

Júdas, lax og Símon

Pétur G. Markan skrifar

Þröstur Ólafsson reit grein í Fréttablaðið fyrir skemmstu sem bar yfirskriftina Júdasar í Jökulfjörðum. Í greininni fer Þröstur um víðan umhverfisvöll, er vonlítill, enda mennirnir vitgrannir sem stjórna löndunum.

Gerum kröfu um styttri vinnuviku

Guðríður Arnardóttir skrifar

Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall Íslendinga sem vinna meira en 50 stundir á viku er þriðja hæst í álfunni. Landsframleiðsla er hins vegar ekki í samræmi við lengd vinnuvikunnar sem þýðir að afköst haldast ekkert endilega í hendur við lengd vinnudags.

Leikskólinn 101 – hafa skal það sem sannara reynist

Hulda Björk Halldórsdóttir skrifar

Ég á barn sem dvaldi á leikskólanum árin 2012-2013 og því stendur þetta mál mér mjög nærri. Mér finnst mjög mikilvægt að hið rétta komi fram í málinu, börnin okkar eiga það inni hjá okkur.

Vanmetin Costco-áhrif?

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Það var fagnaðarefni þegar samkeppnisumhverfið í smásölu tók stórt stökk fram á við til hins betra með tilkomu Costco, enda láta viðbrögðin ekki á sér standa. Neytendur bera saman verð og gæði á síðum samfélagsmiðlanna og verðvitund þeirra eykst í kjölfarið.

Skattsvikin og þjóðmálaumræðan

Bolli Héðinsson skrifar

Fjármálaráðherra setur á laggirnar starfshóp til að koma með hugmyndir um hvernig draga megi úr skattsvikum. Þar er tekið á afar brýnum viðfangsefnum sem varða þjóðina alla, t.d. um milliverðlagningu móður- og dótturfélaga og útborgun launa inn á bankareikninga.

Refsa fyrst, spyrja svo?

Jakob Frímann Magnússon skrifar

Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni "flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið.

Kjarasamningar í ferðaþjónustu

Indriði H. Þorláksson og Jakob S. Jónsson skrifar

Í fjölmiðlum hafa birst fregnir af því að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu virði ekki kjarasamninga leiðsögumanna. Sum þessara mála hafa borist á borð þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga og verður auðvitað tekið á þeim. Auk þess má ætla að fjöldi "skuggamála“ sé nokkur, þ.e. mála, sem aldrei koma fram í dagsljósið vegna þess að launþegi þekkir ekki rétt sinn eða þorir ekki að biðja um aðstoð við leiðréttingu

Færibandafólkið

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Það á ekki að vera markmið skólastarfs að framleiða fullorðna einstaklinga á færibandi.

„Við erum gömul en ekki dauð“

Ellert B Schram skrifar

Því er ekki að neita að það rak marga í rogastans, þegar birtar voru ákvarðanir kjararáðs um hækkanir launa hjá alþingismönnum, ráðherrum, hæstaréttardómurum og öðrum vel launuðum starfsmönnum hins opinbera.

Réttindi barna – skipta þau máli?

Margrét María Sigurðardóttir skrifar

Í tíu ár hef ég verið það lánsöm að fá að starfa sem umboðsmaður barna. Lögum samkvæmt geta þau ár ekki verið fleiri og nú er mínum tíma lokið. Þrátt fyrir söknuð yfir því að kveðja finn ég fyrir mikilli gleði. Gleði yfir því að hafa fengið tækifæri til að vera í mínu draumastarfi og sinna þeim verkefnum sem eru mér svo hugleikin.

Stríðsiðnaðurinn nærður

Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson skrifar

Liðna daga hafa landsmenn fengið fréttir af stórfelldum flotaæfingum Natóherja hér við land. Ekki skortir háfleyga stuðningsmenn hernaðarbandalagsins sem lofsyngja viðbúnaðinn og telja hann stuðla að friði og öryggi. Ekkert er fjær sanni.

"Brexit“ og borgararéttindi

Michael Nevin skrifar

Hinn 26. júní birtu bresk stjórnvöld stefnuskjal um réttindi breskra borgara í löndum Evrópusambandsins og ESB-borgara í Bretlandi. Tillögurnar í skjalinu eru af Bretlands hálfu grundvöllur fyrstu lotu samningaviðræðna við hin ESB-ríkin 27 um útgöngu Bretlands úr sambandinu.

Öryggismál á vinnustöðum – stóriðjuáhrifin

Kristján Kristinsson skrifar

Samfélagsábyrgð snýst um að hámarka jákvæð áhrif fyrirtækja á samfélag og umhverfi og draga úr þeim neikvæðu. Hún snýst einnig um að vinna á opinn hátt þannig að hagsmunaaðilar geti fylgst með og haft áhrif á það hvernig fyrirtæki vinna með samfélaginu.

Opið bréf til Skipulagsstofnunar og Alþingis - Hvammsvirkjun

Borghildur Óskarsdóttir skrifar

Ég geri athugasemdir við auglýsingu Skipulagsstofnunar á skýrslu vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjanir í Þjórsá eru gríðarmiklar og umdeildar framkvæmdir, sem breyta ásýnd landsins og koma okkur almenningi mikið við. Starfsmenn Skipulagsstofnunar hafa farið eftir reglum og skyldum um hvernig skuli auglýsa kynningu á svona skýrslum, en ég sakna þess að engin sérstök áhersla virtist lögð á að auglýsingarnar næðu til almennings.

Upplýsingar um skoðanakúgun og ofbeldi útgerðarmanna

Svanur Kristjánsson skrifar

„Það sem meira er að útgerðarmenn eru farnir að njósna markvisst um sjómenn um hvað þeir eru að segja og hverrar skoðunar þeir eru. Þetta fékkst ærlega staðfest í verkfallinu. Núna eru svo hreinsanir hafnar og sjómenn sem "gengu ekki í takt“ eins og það kallast eru þegar farnir að gjalda með atvinnumissi.“ (Úlfar Hauksson vélstjóri 27. júní 2017).

Utanspítalaþjónusta er dauðans alvara

Þuríður B. Ægisdóttir skrifar

Fregnir af válegum atburðum berast okkur í gegnum fjölmiðla daglega. Sá fjöldi fregna er aðeins brotabrot af þeim mikla fjölda útkalla sem sjúkraflutningamenn og aðrir viðbragðsaðilar koma að. Alvarleg veikindi samborgara okkar rata yfirleitt ekki í fjölmiðla, enda oft og tíðum persónuleg einkamál hvers og eins. Þetta veit ég úr starfi mínu sem lögreglumaður.

Hverja snertir tæknibyltingin?

Anna Björk Bjarnadóttir skrifar

Það er spennandi að upplifa tæknibyltinguna sem nú fleygir fram um heim allan með orðum eins og gervigreind, sýndarveruleika, algrímum og skýjalausnum.

Látum þúsundkallana í friði!

Guðmundur Edgarsson skrifar

Gott er að fjármálaráðherra hafi hætt við atlöguna að þúsundköllunum. Almenningur og álitsgjafar höfðu nefnilega risið upp og mótmælt kröftuglega. Með því að hefta möguleika fólks á notkun reiðufjár í því skyni að uppræta skattsvik væri verið að þvinga æ fleiri til ævarandi viðskipta við fjármálafyrirtæki með tilheyrandi kostnaði og eftirliti ríkisins og skattayfirvalda með einkahögum fólks og neyslumynstri.

Svikatólið krónan

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ég hef fjallað nokkuð um það síðustu mánuði, hvernig krónan, vegna smæðar sinnar og óstöðugleika, hefur valdið landi og þjóð hverju fárinu á fætur öðru. Frá 1950 munu gengisfellingar vera 40. Ótrúleg hörmungarsaga, sem hefur bitnað heiftarlega á fyrirtækjum og fjölskyldum landsins.

Gula spjaldið á lofti

Jón Helgi Björnsson skrifar

Það er fagnaðarefni fyrir alla unnendur íslenskrar náttúru að Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur nú fellt úr gildi starfsleyfi Umhverfisstofnunar fyrir eldi regnboga í Ísafjarðardjúpi. Fyrir liggja áform um að breyta starfsleyfinu til eldis á regnboga í laxeldi. Ekki verður séð að haldið verði áfram með áform um sjókvía­eldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi eftir úrskurð nefndarinnar.

Íslenska krónan: Blessun eða bölvun?

Guðjón Jensson skrifar

Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst mjög mikið og er að nálgast gengi sitt fyrir hrun. Á meðan hefur verðlag á vörum og þjónustu til erlendra ferðamanna rokið upp úr öllum skynsamlegum mörkum. Nú er svo komið að einfalt sjoppufæði hér á landi er farið að nálgast verðlag á þokkalegri máltíð með drykkjum t.d. í Þýskalandi.

Lengjum fæðingarorlofið strax

Elín Björg Jónsdóttir skrifar

Félags- og jafnréttismálaráðherra er tíðrætt um það hlutverk fæðingarorlofskerfisins að stuðla að jafnrétti. Það er vissulega eitt af meginmarkmiðunum en vandinn er að þessu markmiði höfum við ekki náð. Raunar höfum við færst fjær markmiðinu á undanförnum árum og lítið bólar á raunverulegum breytingum á kerfinu sem BSRB og fleiri hafa kallað eftir lengi.

Þegar óttinn magnast upp

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Skáldkonan Hulda orti Hver á sér fegra föðurland í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944. Þarna sat hún í hersetnu landi í miðri síðari heimsstyrjöldinni og setti á blað línur til að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að tilheyra friðsælu og herlausu ríki. Landi "með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð“.

Gleði hins miðaldra manns

Logi Bergmann skrifar

Ég hitti gamlan kunningja um daginn. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum að safna plötum. Alveg óvart. Núna á hann um 50 þúsund plötur og kemur þessu ómögulega fyrir í íbúðinni sinni. Plötur flæða út um allt og hann gerir sér grein fyrir því að þetta er komið út í algjöra vitleysu. Hann getur bara ekki hætt. Ég veit ekki einu sinni hvort hann hlustar eitthvað á þær. Þannig er ég. Nema hjá mér snýst þetta um tæki.

Kaupmáttur öryrkja

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Vegna fullyrðinga formanns ÖBÍ um meint ranghermi mín þykir mér rétt að eftirfarandi komi fram.

Epli og appelsínur

Ólafur Arnarson skrifar

Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendir mér tóninn í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudaginn.

Nýr Landspítali og „borgarlína“

Guðjón Sigurbjartsson skrifar

Fyrsti áfangi "Borgarlínunnar“ sem er til skoðunar hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) er áætlaður kosta 44-72 milljarða kr. Óska sveitarfélögin eftir 25-30 milljarða kr. ríkisframlagi til ársins 2022. Annað mál en þessu tengt er að samgönguráðherra telur að setja þurfi um 100 milljarða kr. í styrkingu stofnbrauta út frá höfuðborgarsvæðinu á næstu árum að Sundabraut meðtalinni. Samtals eru þetta hátt í 200 milljarðar króna af viðbótarfé sem þyrfti að setja í samgöngubætur í og út frá höfuðborginni.

Blautur sandur á sakavottorðið

Daníel Þórarinsson skrifar

Á Íslandi er sandur eða möl eða mold víðast auðfengin, sérstaklega ef þú getur sjálfur séð um flutninginn. Oftast þarf að greiða eitthvað fyrir en sjaldnast þannig að dýrt þyki. Mig vantaði sand um daginn og fór að sækja hann hjá bónda sem á land að Hvítá í Borgarfirði.

Sundlaugar okkar allra

Bergur Þorri Benjamínsson skrifar

Fátt er notalegra en að skella sér í sundlaug staðarins og láta þreytuna líða úr sér og enda svo í heita pottinum. Ekki allir nýta sér þennan möguleika, aðrir nær daglega, og fer þetta eftir ákvörðun hvers og eins. En hjá stórum hópi einstaklinga er þetta ekki hluti af þeim ákvörðunum sem þeir takast á við í sínu daglega lífi, því sundlaug staðarins stendur þeim hreinlega ekki til boða

Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun

Ellen Calmon og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar

Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur.

Lögreglan

Nichole Leigh Mosty skrifar

„You can‘t handle the truth“. Já, það sagði ég og já ég veit…það þykir kannski ekki mjög ábyrgt af þingkonu og varaformanni Allsherjar- og menntamálanefndar að vitna í gamla bíómynd þegar um er að ræða svona mikilvægt mál.

Uppreist æra án iðrunar og ábyrgðar

Bergur Þór Ingólfsson skrifar

Þann 15. júní 2017 staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um að svipting réttinda Roberts Downey til að vera héraðsdómslögmaður skyldi felld niður. Virðist dómnum ekki hafa verið stætt á öðru þar sem Robert hafði þann 16. september 2016 fengið uppreist æru hjá forseta Íslands og settum innanríkisráðherra, svo og tókst lögmanni hans að útiloka að dómarar tækju álit Lögmannafélagsins til greina þar sem hann hafði ekki beint verið dæmdur fyrir brot í starfi.

Skapandi aflvaki til framtíðar

Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Öflug miðstöð skapandi greina hefur byggst upp með stofnun Menningarfélags Akureyrar sem skilar menningarlegum verðmætum til samfélagsins.

Í góðum félagsskap í dag – en hvað svo?

Lilja Alfreðsdóttir skrifar

Það er ánægjulegt að Ísland, ásamt Noregi, skipi þriðja til fjórða sæti yfir ríki heims í rannsókn sem mælir vísitölu félagslegra framfara. Þessi vísitala mælir hve vel hefur tekist að tryggja velferð og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir íbúana. Árangur allra Norðurlandanna er tvímælalaust góður

Til friðar

Ingi Bogi Bogason skrifar

Hann stóð í sturtunni gegnt mér í Árbæjarlaug; þéttvaxinn um 35 ára, með mikið rauðleitt skegg. Hakakross tattóveraður á brjóst, um 10 sm í þvermál. Ég var hvumsa. Hvert var mitt hlutverk við þessar aðstæður? Átti ég að ræða við manninn og biðja hann að hylja eitt helsta illskutákn sögunnar – eða var það kannski lögvarinn réttur hans að bera þetta á brjósti sínu, öllum til sýnis?

Maður er nefndur, ráðherra

Gunnar Árnason skrifar

Í lok síðustu aldar bar svo við að viðtalsþættirnir Maður er nefndur voru til sýninga í sjónvarpi allra landsmanna. Sitt sýndist hverjum um gæði þáttanna, hverra stjórn var í höndum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors. Framleiðslan var í höndum félags sem bar heitið Alvís, hvers hagsmuna gætti Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrv. hæstaréttardómari.

Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti

Pálmi Gunnarsson skrifar

Í fyrstu blaðagrein sinni um íslenska sjókvíaeldið í norskri eigu beinir framkvæmdastjóri eldisstöðvasambandsins athyglinni að erlendum fjárfestum sem landinn á að hafa með elju og dugnaði laðað til landsins. Rétt er það að norsk eldisfyrirtæki hafa í gegnum íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki eignast meirihluta í nánast öllum sjókvíaeldisfyrirtækjum landsins og hafa í gegnum sömu aðila helgað sér öll "leyfileg“ eldissvæði á Vestfjörðum, Austfjörðum og við Eyjafjörð.

Hafið tekur ekki endalaust við

Björt Ólafsdóttir skrifar

Nýverið fór fram í New York hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Þar voru saman komnir leiðtogar heims í umhverfisvernd og málefnum hafsins til að ræða leiðir til að hrinda í framkvæmd heimsmarkmiði SÞ nr. 14, sem lýtur að því að vernda hafið og nýta auðlindir þess á sjálfbæran hátt.

Um frekleg afskipti hins opinbera af jafnréttismálum

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Launamunur sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði og mælist konum í óhag er staðreynd hér á landi. Þetta hefur verið sannreynt í fjölmörgum rannsóknum og könnunum sem staðfesta að karlar og konur njóta ekki sömu launa fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.

Besta útgáfan af þér

Styrkleikar okkar eru sagðir okkur eins eðlilegir og það að draga andann og þeir drífa okkur áfram. En þekkja allir helstu styrkleika sína?

Sjá næstu 50 greinar