Fleiri fréttir

Bein útsending: Björgvin Karl þarf að bæta sig í Berlín

Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann báða viðburði gærdagsins í East Regionals. Katrín bætti tíma Ragnheiðar Söru sem hafði unnið viðburðinn Lindu fyrr um daginn. Katrín er í mjög góðri stöðu fyrir annan keppnisdag af þremur.

Ólafía gæti komist í gegnum niðurskurð

Ekki er vitað hvort að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komist í gegnum niðurskurð á Kingsmill meistaramótinu í Virginíu en keppni var aflýst í nótt.

Zidane: Ronaldo er 120 prósent heill

Cristiano Ronaldo er heill heilsu og verður klár í slaginn þegar Real Madrid mætir Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir viku.

Ætlaði að gera út um Foster með lygum

Elissa Ennis, fyrrum kærasta NFL-leikmannsins Reuben Foster, sagði fyrir rétti í gær að leikmaðurinn hefði aldrei lagt hendur á sig og að hún hefði logið að yfirvöldum.

Birgir Örn vel stemmdur fyrir bardaga í Litháen

Birgir Örn Tómasson berst sinn þriðja MMA bardaga á árinu annað kvöld. Bardaginn fer fram í Litháen en þetta er í annað sinn sem Birgir berst í Litháen. Síðast gekk ýmislegt á þegar Birgir var í Litháen.

Martinez framlengir við Belga

Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, er búinn að skrifa undir nýjan samning við Belga um að hann þjálfi landslið þjóðarinnar fram yfir EM 2020.

Ragnheiður Sara stendur vel eftir fyrsta daginn í Berlín

Keppni hófst í dag á Europe Regionals. Þar geta keppendur tryggt sér keppnisrétt á heimsleikunum sem fara fram í Bandaríkjunum í ágúst. Katrín Tanja keppir á East Regionals sem hefst einnig í dag en hún keppir í Albany í New York fylki.

Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla

Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.

Veiðimenn langþreyttir á veðrinu

Íslenskir veiðimenn eru nú frekar harðir af sér þegar slær í leiðindaveður en þegar heill mánuður er litaður af roki og snjóbyljum geta menn orðið frekar þreyttir.

Tæpir fjörutíu milljarðar skildir eftir heima

Frakkar hafa valið lokahóp sinn fyrir HM en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari, tilkynnti sinn 23 manna hóp í gær. Mörg stór nöfn fá ekki að fara með til Rússlands, eins og Anthony Martial og Alexandre Lacazette.

27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn

Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi.

Halldór Jóhann: Þetta er alltaf rautt spjald

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var heitur í hálfleik í gær í leik ÍBV og FH enda hafði hans besti maður, Gísli Þorgeir Kristjánsson, meiðst illa í fyrri hálfleiknum.

Gísli fékk símtal frá pabba í hálfleik

Það vakti athygli í leik ÍBV og FH í gær að Kristján Arason, faðir Gísla Þorgeirs, leikmanns FH, skildi hringja í son sinn í hálfleiknum. Skal svo sem engan undra að faðirinn hafi viljað heyra í syninum eftir það sem hafði gengið á.

Mourinho og Conte semja frið

Skotin hafa gengið á víxl milli Jose Mourinho, stjóra Manchester United, og Antonio Conte, stjóra Chelsea, í vetur en þeir hafa borið klæði á vopnin fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun.

Wilshere: Ég hefði átt að fara til Rússlands

Það hafa verið erfiðir dagar hjá mörgum knattspyrnumönnum upp á síðkastið enda verið að velja lokahópana fyrir HM. Englendingurinn Jack Wilshere fer ekki með til Rússlands og er svekktur.

Segja Gísla hafa orðið fyrir grófri líkamsárás

Handknattleiksdeild FH gaf í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem þeir saka Andra Heimi, leikmann ÍBV, um grófa líkamasárás. Gísli Þorgeir, leikmaður FH, kom illa undan samstuði við Andra.

Sjá næstu 50 fréttir