Enski boltinn

Robin van Persie: Leikirnir gegn Stoke voru þeir erfiðustu í heimi

Einar Sigurvinsson skrifar
Robin van Persie í leik með Arsenal.
Robin van Persie í leik með Arsenal. getty
Robin van Persie, fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United, segir að erfiðustu leikirnir sem hann spilaði hafi farið fram á Britiannia-vellinum, heimavelli Stoke City, sem er nú kenndur við veðmálafyrirtækið Bet365.

Orð Andy Gray, þáverandi íþróttafréttamanns Sky Sports eru fyrir löngu orðin fræg, þar sem hann efaðist um að Lionel Messi myndi standa sig jafn vel í ensku úrvalsdeildinni og þeirri spænsku. „En geta þeir gert þetta á köldu rigningarkvöldi í Stoke,“ sagði Gray um Messi og Barcelona liðið árið 2010.

Nú hefur Robin van Persie sagt að raunverulega hafi fátt verið erfiðara en köldu kvöldin á Brittannia-vellinum.

„Á móti liðum eins og Swansea, Bolton og Sheffield United, þessi lið gáfu ekki tommu eftir. En af þeim öllum, voru leikirnir gegn Stoke þeir erfiðustu í heimi. Einvígin voru yfirþyrmandi, alveg þar til að þú féllst fram af brúninni,“ segir van Persie um leikina gegn Stoke.

Á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni spilaði van Persie sex útileiki gegn Stoke og fékk úr þeim aðeins þrjú stig, þegar Manchester United vann 2-0 sigur á Brittannia-vellinum árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×