Fótbolti

Carragher: Klopp er einn besti knattspyrnustjóri í heimi

Einar Sigurvinsson skrifar
„Þetta er búið að vera mjög gott tímabil, gæti orðið frábært,“ segir Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool. Hann vísar þar til úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu sem fer fram um næstu helgi, þar sem Liverpool mætir Real Madrid.

Ástrós Ýr Eggertsdóttir ræddi við Carragher í dag en hann er staddur hér á landi af tilefni árshátíðar Liverpool klúbbsins á Íslandi, þar sem hann verður heiðursgestur.

„Ef þú vinnur Meistaradeildina þá er það að sjálfsögðu einstakt og mun ekki gleymast, mig minnir að Klopp hafi sagt að þetta muni lifa næstu 500 árin.“

„En sama hvernig úrslitaleikurinn fer þá hefur Liverpool átt mjög gott tímabil. Liðið er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári og leiðin að úrslitaleiknum var stórkostleg. Að vinna Manchester City, að vinna Roma, Porto, þetta voru frábærir sigrar með frábærri stemningu á Anfield.“

Carragher telur að þrátt fyrir að Mohamed Salah hafi átt stórkostlegt tímabil, beri að að hrósa Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sérstaklega.

„Klopp er enn stjarnan í liðinu. Að sjálfsögðu hafa þeir haft Salah en en það starf sem Klopp hefur verið að vinna er alveg frábært. Ég tel að hann sé einn besti knattspyrnustjórinn í heiminum í dag. Ef Liverpool vinnur Meistaradeildina á engin skilið meira hrós en knattspyrnustjórinn.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×