Enski boltinn

Mourinho og Conte semja frið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sáttir. Mourinho og Conte ætla að haga sér vel á morgun.
Sáttir. Mourinho og Conte ætla að haga sér vel á morgun. vísir/getty
Skotin hafa gengið á víxl milli Jose Mourinho, stjóra Manchester United, og Antonio Conte, stjóra Chelsea, í vetur en þeir hafa borið klæði á vopnin fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun.

Orðastríð þeirra hófst á síðasta tímabili er Chelsea vann Man. Utd, 4-0. Þá hjólaði Mourinho í Conte og sagði að fögnuður hans í leiknum hefði verið aumkunarverður.

Conte svaraði með því að bauna á Mourinho og þannig héldu þeir áfram næstu vikurnar. Í þessari viku hafa þeir aftur á móti hagað sér vel.

„Það er allt í góðu á milli okkar. Hann rétti út sáttahönd. Við vorum orðnir þreyttir á þessu,“ sagði Mourinho.

„Eftir leikinn í Manchester bauð ég honum í kaffi til mín á skrifstofuna. Við töluðum saman og það er allt í góðu hjá okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×