Fótbolti

Zidane: Ronaldo er 120 prósent heill

Einar Sigurvinsson skrifar
Cristiano Ronaldo verður í eldlínunni þegar Real Madrid mætir Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir viku.
Cristiano Ronaldo verður í eldlínunni þegar Real Madrid mætir Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir viku. vísir/getty
Cristiano Ronaldo er heill heilsu og verður klár í slaginn þegar Real Madrid mætir Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir viku.

Ronaldo meiddist á ökkla í leik gegn Barcelona fyrr í mánuðinum og hafa meiðslin haldið honum frá vellinum síðan. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik frá meiðslunum þegar Real Madrid mætir Villarreal í kvöld.

„Núna er hann 120 prósent heill. Hann er í fínu lagi, ef Cristiano er 120 prósent þá er það í fínu lagi fyrir mér,“ segir Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid

Takist Zidane að stýra Real Madrid til sigur í Meistaradeildinni þann 26. maí yrði það þriðji sigur Madridarliðsins á jafn mörgum árum í keppninni. Þar með kæmist Zidane í hóp með þeim Carlo Ancelotti og Bob Paisley, en þeir eru einu þjálfararnir sem hafa stýrt liðum þrisvar sinnum til sigurs í Evrópukeppninni.

„Það væri frábært fyrir minn feril sem knattspyrnustjóri en mikilvægasti úrslitaleikurinn er næsti leikur, ekki síðasti. Við verðum að leggja okkur alla fram,“ segir Zidane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×